Þetta var í annað skipti sem þessi lið mætast á þremur dögum, en liðin mættust einnig á fimmtudaginn í bikarnum í frestuðum leik. Þá vann Valur fjögurra marka sigur og tryggði sér sæti í úrslitahelgi Powerade-bikarsins.
Sigur Vals síðastliðinn fimmtudag var nokkuð öruggur, en sigur dagsins í dag var aldrei í hættu.
Valsliðið skoraði fyrsta mark leiksins og hélt forystunni allan leikinn. Liðið leiddi með níu mörkum, 9-18, í hálfleik og jók forskot sitt enn frekar í síðari hálfleik. Lokatölur 21-32 í leik sem varð aldrei spennandi.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins með átta mörk fyrir Val, en í liði ÍBV skoraði Britney Emilie Florianne Cots sjö mörk.
|