Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2025 16:08 Sigtryggur Daði var frábær í liði ÍBV í dag. Vísir/Hulda Margrét ÍBV tryggði sér í dag sæti í úrslitahelgi Powerade-bikarsins í handbolta með dramatískum sigri gegn FH eftir tvríframlengdan leik og vítakeppni. Eins og svo oft áður þegar þessi lið mætast var boðið upp á jafnan og skemmtilegan leik. Liðin skiptust á að hafa forystuna og munurinn varð aldrei meiri en þrjú mörk í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Hafnarfirði leiddu með einu marki þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 14-15. Það sama var svo uppi á teningnum í síðari hálfleik. Liðin héldust að mestu í hendur, ef frá er talið þegar FH-ingar náðu þriggja marka forystu í stöðunni 18-21. Dramatíkin hélt áfram út venjulegan leiktíma, en FH-ingar náðu eins marks forystu þegar um 15 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn tóku leikhlé og jöfnuðu metin í 29-29 þegar fimm sekúndur voru eftir og því þurfti að grípa til framlengingar. Eyjamenn höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik framlengingar, en í þeim síðari tókst FH-ingum að jafna metin á ný. Staðan að fyrri framlengingu lokinni 33-33 og því þurfti að framlengja öðru sinni. Ekki tókst að skera úr um sigurvegara í seinni framlengingunni. Símon Michael Guðjónsson jafnaði metin fyrir FH í 39-39 um það leyti sem leiktíminn rann út og því var það aðeins vítakastkeppni sem gat skorið úr um sigurvegara. Í vítakeppninni kom hins vegar munur á liðunum í ljós. Garðar Ingi Sindrason og Jóhannes Berg Andrason klikkuðu báðir á sínum vítum fyrir FH, en Eyjamenn skoruðu úr öllum sínum og unnu þar með dramatískan sigur. Eyjamenn eru þar með komnir í undanúrslit Powerade-bikars karla, en FH situr eftir með sárt ennið. Powerade-bikarinn ÍBV FH Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Eins og svo oft áður þegar þessi lið mætast var boðið upp á jafnan og skemmtilegan leik. Liðin skiptust á að hafa forystuna og munurinn varð aldrei meiri en þrjú mörk í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Hafnarfirði leiddu með einu marki þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 14-15. Það sama var svo uppi á teningnum í síðari hálfleik. Liðin héldust að mestu í hendur, ef frá er talið þegar FH-ingar náðu þriggja marka forystu í stöðunni 18-21. Dramatíkin hélt áfram út venjulegan leiktíma, en FH-ingar náðu eins marks forystu þegar um 15 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn tóku leikhlé og jöfnuðu metin í 29-29 þegar fimm sekúndur voru eftir og því þurfti að grípa til framlengingar. Eyjamenn höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik framlengingar, en í þeim síðari tókst FH-ingum að jafna metin á ný. Staðan að fyrri framlengingu lokinni 33-33 og því þurfti að framlengja öðru sinni. Ekki tókst að skera úr um sigurvegara í seinni framlengingunni. Símon Michael Guðjónsson jafnaði metin fyrir FH í 39-39 um það leyti sem leiktíminn rann út og því var það aðeins vítakastkeppni sem gat skorið úr um sigurvegara. Í vítakeppninni kom hins vegar munur á liðunum í ljós. Garðar Ingi Sindrason og Jóhannes Berg Andrason klikkuðu báðir á sínum vítum fyrir FH, en Eyjamenn skoruðu úr öllum sínum og unnu þar með dramatískan sigur. Eyjamenn eru þar með komnir í undanúrslit Powerade-bikars karla, en FH situr eftir með sárt ennið.
Powerade-bikarinn ÍBV FH Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira