Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 16:23 Heiða Björg, Dóra Björt og þrír oddvitar til viðbótar hafa fundað um mögulegt meirihlutasamstarf í dag. Vísir/Vilhelm Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. Eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sprengdi meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata á föstudaginn hefur verið óvissa um nýjan meirihluta. Einar efndi strax til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokks fólksins sem ríkti bjartsýni með þar til ljóst varð að Flokkur fólksins yrði ekki með í slíku samstarfi. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, út í það í morgun hvort til greina kæmi að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Inga var afdráttarlaus í svörum að það kæmi ekki til greina meðal flokksmanna. Fyrir vikið er draumur Einars borgarstjóra um þann meirihluta úr sögunni og vinstri meirihluti í kortunum þar sem fimm konur eru í oddvitasætum. Heiða Björg hjá Samfylkingunni, Dóra Björt hjá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistum, Helga Þórðardóttir hjá Flokki fólksins og Líf Magneudóttir hjá Vinstri grænum. Saman næðu þessir flokkar tólf borgarfulltrúum, þeim fjölda sem þarf til að mynda meirihluta. Dóra Björt sagði í samtali við Ríkisútvarpið síðdegis að fulltrúar flokkanna fimm hefðu setið á fundi heima hjá oddvita Samfylkingarinnar. Fimm konur að reyna að taka til eftir karlavesen, eins og hún komst að orði. Gengið verður til kosninga í maí 2026 og því um fimmtán mánuðir til kosninga. Dóra Björt sagði ljóst að flokkarnir fimm yrðu að geta teiknað upp aðgerðarplan sem væri skýrt svo hægt væri að koma hlutum í framkvæmd á svo stuttum tíma. Heiðar Björg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar eiga von á því að staðan myndi skýrast í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki sé góður kostur fyrir Viðreisn að taka þátt í vinstri stjórn í borginni. Uppfært klukkan 16:34: Dóra Björt yfirgaf fundinn um þrjúleytið og Sanna, Helga og Líf um hálf fimm leytið. Allar ætla að ræða við bakland sitt í flokknunum. Hér að ofan má sjá viðtöl sem Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar, náði við þrjá af oddvitunum. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sprengdi meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata á föstudaginn hefur verið óvissa um nýjan meirihluta. Einar efndi strax til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokks fólksins sem ríkti bjartsýni með þar til ljóst varð að Flokkur fólksins yrði ekki með í slíku samstarfi. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, út í það í morgun hvort til greina kæmi að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Inga var afdráttarlaus í svörum að það kæmi ekki til greina meðal flokksmanna. Fyrir vikið er draumur Einars borgarstjóra um þann meirihluta úr sögunni og vinstri meirihluti í kortunum þar sem fimm konur eru í oddvitasætum. Heiða Björg hjá Samfylkingunni, Dóra Björt hjá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistum, Helga Þórðardóttir hjá Flokki fólksins og Líf Magneudóttir hjá Vinstri grænum. Saman næðu þessir flokkar tólf borgarfulltrúum, þeim fjölda sem þarf til að mynda meirihluta. Dóra Björt sagði í samtali við Ríkisútvarpið síðdegis að fulltrúar flokkanna fimm hefðu setið á fundi heima hjá oddvita Samfylkingarinnar. Fimm konur að reyna að taka til eftir karlavesen, eins og hún komst að orði. Gengið verður til kosninga í maí 2026 og því um fimmtán mánuðir til kosninga. Dóra Björt sagði ljóst að flokkarnir fimm yrðu að geta teiknað upp aðgerðarplan sem væri skýrt svo hægt væri að koma hlutum í framkvæmd á svo stuttum tíma. Heiðar Björg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar eiga von á því að staðan myndi skýrast í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki sé góður kostur fyrir Viðreisn að taka þátt í vinstri stjórn í borginni. Uppfært klukkan 16:34: Dóra Björt yfirgaf fundinn um þrjúleytið og Sanna, Helga og Líf um hálf fimm leytið. Allar ætla að ræða við bakland sitt í flokknunum. Hér að ofan má sjá viðtöl sem Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar, náði við þrjá af oddvitunum.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira