Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 13:16 Vegir hafa víða farið illa í íslenskri veðráttu en samkvæmt nýrri skýrslu er vegakerfið meðal þeirra innviða sem svokölluð innviðaskuld bitni hvað verst á. Vísir/Vilhelm Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í Hörpu í hádeginu í dag. Í skýrslunni er fjallað um ástand og framtíðarhorfur inviða á Íslandi. Þessi mikla innviðaskuld er sögð draga úr lífskjörum landsmanna að því er fram kemur í skýrslunni. Framtíðarhorfur eru metnar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Einnig er lagt mat á endurstofnvirði innviða á Íslandi sem er áætlað um 6.700 milljarðar króna. Það jafngildir 147% af vergri landsframleiðslu og er að sögn hærra hlutfall en „í flestum öðrum löndum“. Taflan sýnir samantekt af helstu niðurstöðum skýrslunnar sem fjallar um stöðu og ástand innviða á Íslandi.Samtök iðnaðarins Innviðum var gefin einkunn á skalanum 1 til 5 og var niðurstaðan 3. „Einkunnin 3 gefur til kynna að umtalsvert viðhald sé nauðsynlegt til að halda starfsemi innviða gangandi og að verulega fjárfestingu þurfi til að bæta ástand þeirra til lengri tíma,“ segir um einkunnagjöfina. Taflan hér að ofan sýnir einmitt einkunnagjöf fyrir einstaka innviðaflokka auk upplýsinga um endurstofnsvirði, uppsafnaða viðhaldsskuld og mat á framtíðarhorfum. Meðal annarra niðurstaðna sem þar eru reifaðar er að íslenskt innviðakerfi hafi ekki fylgt eftir vexti hagkerfisins. „Hægur vöxtur innviðakerfisins er hamlandi fyrir framtíðarvaxtarmöguleika hagkerfisins og getur haft alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins,“ segir meðal annars. Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsVísir/Egill Þá er sagt sláandi að staða innviða hafi ekki farið batnandi á undanförnum árum þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda til að bæta úr stöðunni. Þetta vekji upp spurningar um viðnámsþrótt samfélagsins og hvort innviðir hafi burði til þess að virka sem skyldi þegar á reynir og því nauðsynlegt að bregðast við. Skuldum safnað í formi vanræktra innviða „Má með réttu segja að viðhaldsskuldin sé form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera þar sem ríki og sveitarfélög eru að velta skuld yfir á komandi kynslóðir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi. Kostnaðurinn af slíkri skuldasöfnun fyrir samfélagið allt er mikill í formi minni afkastagetu og lægra þjónustustigs,“ segir í helstu niðurstöðum. Hagsmunasamtökin sem standa að skýrslunni kalla eftir því að stjórnvöld bregðist tafarlaust við og ráðist í aðgerðir. „Með því að nýta þá möguleika sem fjárfesting í innviðum býður upp á er hægt að styrkja stoðir samfélagsins og leggja grunn að bættum lífsgæðum til framtíðar. Aukin innviðafjárfesting getur verið lykill að sjálfbærum hagvexti.“ Vegagerð Byggingariðnaður Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í Hörpu í hádeginu í dag. Í skýrslunni er fjallað um ástand og framtíðarhorfur inviða á Íslandi. Þessi mikla innviðaskuld er sögð draga úr lífskjörum landsmanna að því er fram kemur í skýrslunni. Framtíðarhorfur eru metnar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Einnig er lagt mat á endurstofnvirði innviða á Íslandi sem er áætlað um 6.700 milljarðar króna. Það jafngildir 147% af vergri landsframleiðslu og er að sögn hærra hlutfall en „í flestum öðrum löndum“. Taflan sýnir samantekt af helstu niðurstöðum skýrslunnar sem fjallar um stöðu og ástand innviða á Íslandi.Samtök iðnaðarins Innviðum var gefin einkunn á skalanum 1 til 5 og var niðurstaðan 3. „Einkunnin 3 gefur til kynna að umtalsvert viðhald sé nauðsynlegt til að halda starfsemi innviða gangandi og að verulega fjárfestingu þurfi til að bæta ástand þeirra til lengri tíma,“ segir um einkunnagjöfina. Taflan hér að ofan sýnir einmitt einkunnagjöf fyrir einstaka innviðaflokka auk upplýsinga um endurstofnsvirði, uppsafnaða viðhaldsskuld og mat á framtíðarhorfum. Meðal annarra niðurstaðna sem þar eru reifaðar er að íslenskt innviðakerfi hafi ekki fylgt eftir vexti hagkerfisins. „Hægur vöxtur innviðakerfisins er hamlandi fyrir framtíðarvaxtarmöguleika hagkerfisins og getur haft alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins,“ segir meðal annars. Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsVísir/Egill Þá er sagt sláandi að staða innviða hafi ekki farið batnandi á undanförnum árum þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda til að bæta úr stöðunni. Þetta vekji upp spurningar um viðnámsþrótt samfélagsins og hvort innviðir hafi burði til þess að virka sem skyldi þegar á reynir og því nauðsynlegt að bregðast við. Skuldum safnað í formi vanræktra innviða „Má með réttu segja að viðhaldsskuldin sé form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera þar sem ríki og sveitarfélög eru að velta skuld yfir á komandi kynslóðir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi. Kostnaðurinn af slíkri skuldasöfnun fyrir samfélagið allt er mikill í formi minni afkastagetu og lægra þjónustustigs,“ segir í helstu niðurstöðum. Hagsmunasamtökin sem standa að skýrslunni kalla eftir því að stjórnvöld bregðist tafarlaust við og ráðist í aðgerðir. „Með því að nýta þá möguleika sem fjárfesting í innviðum býður upp á er hægt að styrkja stoðir samfélagsins og leggja grunn að bættum lífsgæðum til framtíðar. Aukin innviðafjárfesting getur verið lykill að sjálfbærum hagvexti.“
Vegagerð Byggingariðnaður Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira