„Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2025 20:42 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. vísir/Anton Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var virkilega ósáttur með sína menn eftir fjögurra marka tap gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi verið sjálfum sér verstir. „Ég held að hver einasti maður í húsinu hafi séð það að við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Magnús í leikslok. „Við vorum algjörlega með þennan leik í hendi okkar, en erum ekki nógu kjarkaðir eða hugaðir til að þora að sækja mörk. Það kemur þarna kafli þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik og náum bara ekki að skora í markið. Við erum slakir. Við erum bara mjög slakir með boltann á lokaaugnablikum, þar sem færið er komið og við þurftum bara að gera betur.“ „Við erum bara slakir og ég er mjög ósáttur. Sérstaklega við þennan seinni hálfleik og sérstaklega er ég ósáttur af því að drengirnir spiluðu frábærlega í leiknum hérna á undan. Það vantaði ekkert nema reka smiðshöggið á allan þennan aragrúa af færum sem við fengum. Ég er mjög svekktur með mína menn því það vantaði ekki upp á færin.“ Þá bætti það ekki skap Magnúsar þegar hann áttaði sig á því að Haukar hafi aðeins skorað fimm mörk á fyrstu 22 mínútum seinni hálfleiks. „Ef þetta er rétt hjá þér að þeir skori bara fimm mörk á 22 mínútum í seinni hálfleik og við lokum ekki leiknum þá sjáum við alveg að vandamálið liggur ekki varnarlega. Það liggur sóknarlega. Ég þarf ábyggilega að líta í eigin barm með það að hafa ekki notað ungu peyjana meira eða eitthvað svoleiðis. En ég bara treysti á mína reynslumeiri menn. Nú þarf ég bara að leggjast yfir þennan leik og skoða á hverju við erum að klikka. Það er alveg pottþétt eitthvað sem ég tek á mig, en svo eru þetta bara hlutir sem við þurfum að í kjölinn á og passa að komi ekki fyrir aftur.“ Engin þreyta eftir maraþonleik Magnús vildi ekki afsaka sína menn neitt þrátt fyrir að liðið hafi spilað maraþonleik um liðna helgi. ÍBV vann þá dramatískan sigur gegn FH í átta liða úrslitup Powerade-bikarsins eftir tvöfalda framlengingu og vítakastkeppni. „Það er engin þreyta. Þeir taka æfingavikur sem eru ábyggilega tíu sinnum erfiðari en þessi handboltaleikur sem fór í framlengingu og það er engin þreyta notuð sem afsökun.“ Hann segir þó að skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli Hauka og ÍBV gæti hafa haft áhrif á það hvernig liðin hafi undirbúið sig fyrir leik kvöldsins. Sjálfur sé hann löngu hættur að hugsa um það mál, en Haukarnir gætu hafa nýtt sér það til að gíra sig upp í leikinn. „Alveg pottþétt. Ég hefði gert það nákvæmlega sama og ég hefði verið algjörlega brjálaður ef að dæminu hefði verið snúið við. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það. Auðvitað er þetta ógeðslega svekkjandi fyrir þá, en við erum löngu hættir að hugsa út í þetta. Þetta er auðvitað eitthvað til að mótivera menn fyrir svona rimmu, en mér fannst þetta drengilega leikinn leikur og allt það. En þetta er búið og enginn að pæla í þessu lengur.“ Að lokum segir Magnús að ÍBV þurfi að halda rétt á spilunum í síðustu sex umferðum deildarinnar til að missa ekki af sæti í úrslitakeppninni. Eyjamenn sitja í sjöunda sæti með 16 stig, fjórum stigumfyrir ofan KA sem situr fyrir utan úrslitakeppnissæti. „Alveg klárlega. Nú erum við bara í stigasöfnun og svona frammistaða dugar ekki til að sækja stig neinsstaðar. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
„Ég held að hver einasti maður í húsinu hafi séð það að við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Magnús í leikslok. „Við vorum algjörlega með þennan leik í hendi okkar, en erum ekki nógu kjarkaðir eða hugaðir til að þora að sækja mörk. Það kemur þarna kafli þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik og náum bara ekki að skora í markið. Við erum slakir. Við erum bara mjög slakir með boltann á lokaaugnablikum, þar sem færið er komið og við þurftum bara að gera betur.“ „Við erum bara slakir og ég er mjög ósáttur. Sérstaklega við þennan seinni hálfleik og sérstaklega er ég ósáttur af því að drengirnir spiluðu frábærlega í leiknum hérna á undan. Það vantaði ekkert nema reka smiðshöggið á allan þennan aragrúa af færum sem við fengum. Ég er mjög svekktur með mína menn því það vantaði ekki upp á færin.“ Þá bætti það ekki skap Magnúsar þegar hann áttaði sig á því að Haukar hafi aðeins skorað fimm mörk á fyrstu 22 mínútum seinni hálfleiks. „Ef þetta er rétt hjá þér að þeir skori bara fimm mörk á 22 mínútum í seinni hálfleik og við lokum ekki leiknum þá sjáum við alveg að vandamálið liggur ekki varnarlega. Það liggur sóknarlega. Ég þarf ábyggilega að líta í eigin barm með það að hafa ekki notað ungu peyjana meira eða eitthvað svoleiðis. En ég bara treysti á mína reynslumeiri menn. Nú þarf ég bara að leggjast yfir þennan leik og skoða á hverju við erum að klikka. Það er alveg pottþétt eitthvað sem ég tek á mig, en svo eru þetta bara hlutir sem við þurfum að í kjölinn á og passa að komi ekki fyrir aftur.“ Engin þreyta eftir maraþonleik Magnús vildi ekki afsaka sína menn neitt þrátt fyrir að liðið hafi spilað maraþonleik um liðna helgi. ÍBV vann þá dramatískan sigur gegn FH í átta liða úrslitup Powerade-bikarsins eftir tvöfalda framlengingu og vítakastkeppni. „Það er engin þreyta. Þeir taka æfingavikur sem eru ábyggilega tíu sinnum erfiðari en þessi handboltaleikur sem fór í framlengingu og það er engin þreyta notuð sem afsökun.“ Hann segir þó að skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli Hauka og ÍBV gæti hafa haft áhrif á það hvernig liðin hafi undirbúið sig fyrir leik kvöldsins. Sjálfur sé hann löngu hættur að hugsa um það mál, en Haukarnir gætu hafa nýtt sér það til að gíra sig upp í leikinn. „Alveg pottþétt. Ég hefði gert það nákvæmlega sama og ég hefði verið algjörlega brjálaður ef að dæminu hefði verið snúið við. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það. Auðvitað er þetta ógeðslega svekkjandi fyrir þá, en við erum löngu hættir að hugsa út í þetta. Þetta er auðvitað eitthvað til að mótivera menn fyrir svona rimmu, en mér fannst þetta drengilega leikinn leikur og allt það. En þetta er búið og enginn að pæla í þessu lengur.“ Að lokum segir Magnús að ÍBV þurfi að halda rétt á spilunum í síðustu sex umferðum deildarinnar til að missa ekki af sæti í úrslitakeppninni. Eyjamenn sitja í sjöunda sæti með 16 stig, fjórum stigumfyrir ofan KA sem situr fyrir utan úrslitakeppnissæti. „Alveg klárlega. Nú erum við bara í stigasöfnun og svona frammistaða dugar ekki til að sækja stig neinsstaðar. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira