Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2025 21:45 Flugvél Mýflugs að lenda í snörpum hliðarvindi og ókyrrð á norður/suður braut Reykjavíkurflugvallar í dag. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði flugvélin átt að lenda upp í vindinn á austur/vestur braut flugvallarins. Bjarni Einarsson Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Mýflugs koma í aðflugi yfir Tjörnina í áætlunarflugi frá Hornafirði í morgun í sterkum austanstrekkingi þvert á flugbraut. Flugmennirnir þurfa að sveigja nefinu upp í vindinn til að fylgja stefnu norður/suður flugbrautarinnar. Þegar þeir koma yfir brautina mætir þeim einnig mikil ókyrrð. „Þetta eru bara mjög krefjandi aðstæður fyrir áhafnirnar sem eru að fljúga við þessar aðstæður, sem er eiginlega sorglegt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stefán Ingvarsson „Þetta er af mannavöldum sem við erum að lenda í þessum aðstæðum í dag. Við erum með aðra braut sem er lokuð í dag sem er beint upp í vindinn og væru kjöraðstæður til þess að nota þá braut. En svo er bara alveg ný staða í þessari sterku austanátt. Það eru byggingarnar sem eru hérna, Valsbyggingarnar, eða Hlíðarendabyggingarnar. Þær eru að skapa bara alveg nýja stöðu sem við höfum ekki þekkt áður. Í þessum sterku austanáttum, eins og er núna, þá er bara töluvert mikil ókyrrð alveg niður í braut út af þeim,“ segir flugrekstrarstjórinn. Hlíðarendahverfið er enn að stækka í átt að flugbrautinni.Stefán Ingvarsson Ekkert sjúkraflug hefur verið í dag en í frétt Stöðvar 2 sést einnig flugvél Norlandair að koma inn til lendingar síðdegis í áætlunarflugi frá Húsavík. En hvernig skyldi farþegum líða um borð við þessar aðstæður? „Við vitum það að margir eru flughræddir og óttast þegar flugvélin fer að hristast. En í sjálfu sér, það er engin hætta, þannig lagað séð, á ferðum. Þetta eru óþægindi. En þetta er bara alveg fáránlegt að við skulum vera sett í þessa stöðu.“ Austur/vestur flugbrautinni var lokað vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð, sem vaxið hefur upp í hindranaflöt.Skjáskot/Stöð 2 Norlandair-menn telja sig ekki geta búið við þetta ástand. Þeir hafa sótt um undanþágu fyrir sjúkraflugið til Samgöngustofu til að fá að nota austur/vestur flugbrautina. „Við einfaldlega bara verðum að fá að komast hérna inn á þessar brautir. Það er ekkert flókið,“ segir Tómas Dagur. Það þótti lán í óláni að brautirnar voru þurrar í dag. Ef þær hefðu verið blautar hefðu bremsuskilyrði verið mun verri. Flugrekstrarstjórinn segir þurra braut bestu yfirborðsskilyrðin og það hafi ráðið úrslitum um að flugvöllurinn taldist fær í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. 11. febrúar 2025 22:50 Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré. 9. febrúar 2025 13:00 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Mýflugs koma í aðflugi yfir Tjörnina í áætlunarflugi frá Hornafirði í morgun í sterkum austanstrekkingi þvert á flugbraut. Flugmennirnir þurfa að sveigja nefinu upp í vindinn til að fylgja stefnu norður/suður flugbrautarinnar. Þegar þeir koma yfir brautina mætir þeim einnig mikil ókyrrð. „Þetta eru bara mjög krefjandi aðstæður fyrir áhafnirnar sem eru að fljúga við þessar aðstæður, sem er eiginlega sorglegt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stefán Ingvarsson „Þetta er af mannavöldum sem við erum að lenda í þessum aðstæðum í dag. Við erum með aðra braut sem er lokuð í dag sem er beint upp í vindinn og væru kjöraðstæður til þess að nota þá braut. En svo er bara alveg ný staða í þessari sterku austanátt. Það eru byggingarnar sem eru hérna, Valsbyggingarnar, eða Hlíðarendabyggingarnar. Þær eru að skapa bara alveg nýja stöðu sem við höfum ekki þekkt áður. Í þessum sterku austanáttum, eins og er núna, þá er bara töluvert mikil ókyrrð alveg niður í braut út af þeim,“ segir flugrekstrarstjórinn. Hlíðarendahverfið er enn að stækka í átt að flugbrautinni.Stefán Ingvarsson Ekkert sjúkraflug hefur verið í dag en í frétt Stöðvar 2 sést einnig flugvél Norlandair að koma inn til lendingar síðdegis í áætlunarflugi frá Húsavík. En hvernig skyldi farþegum líða um borð við þessar aðstæður? „Við vitum það að margir eru flughræddir og óttast þegar flugvélin fer að hristast. En í sjálfu sér, það er engin hætta, þannig lagað séð, á ferðum. Þetta eru óþægindi. En þetta er bara alveg fáránlegt að við skulum vera sett í þessa stöðu.“ Austur/vestur flugbrautinni var lokað vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð, sem vaxið hefur upp í hindranaflöt.Skjáskot/Stöð 2 Norlandair-menn telja sig ekki geta búið við þetta ástand. Þeir hafa sótt um undanþágu fyrir sjúkraflugið til Samgöngustofu til að fá að nota austur/vestur flugbrautina. „Við einfaldlega bara verðum að fá að komast hérna inn á þessar brautir. Það er ekkert flókið,“ segir Tómas Dagur. Það þótti lán í óláni að brautirnar voru þurrar í dag. Ef þær hefðu verið blautar hefðu bremsuskilyrði verið mun verri. Flugrekstrarstjórinn segir þurra braut bestu yfirborðsskilyrðin og það hafi ráðið úrslitum um að flugvöllurinn taldist fær í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. 11. febrúar 2025 22:50 Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré. 9. febrúar 2025 13:00 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. 11. febrúar 2025 22:50
Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré. 9. febrúar 2025 13:00
Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20