Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 10:30 Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að annar maður hlaut bana af í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Í ákæru segir að maðurinn hafi ráðist á hinn látna með margþættu ofbeldi, og að atlagan hefði beinst að höfði, hálsi og líkama. Á meðal þess sem hefði gerst væri að hinn látni, sem hafi setið í stól, hefði verið sleginn tvisvar í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Sakborningurinn mun hafa játað þessa tilteknu háttsemi og því er henni sérstaklega lýst. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikla áverka og lést af völdum heilaáverka. En þessu meinta ofbeldi var ekki lýst nánar í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að ákæran hafi ekki verið nægilega nákvæm og því var málinu vísað frá dómi. Landsréttur hins vegar sneri þeirri ákvörðun við og sendi málið aftur í hérað. Nú hefur úrskurður Landsréttar í málinu verið birtur. Þar segir að það verði að telja réttlætanlegt að lýsa ætlaðri háttsemi með þessum hætti. „Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð,“ segir í úrskurði Landsréttar. Jafnframt segir að lýsingin í ákæru sé ekki svo óljós að sakborningurinn muni eiga erfitt með að taka til varna í málinu. Sakborningurinn neitar sök. Það var hann sem fór fram á að málinu yrði vísað frá þar sem honum þótti ákæran ekki nægilega skýr. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins. Hinn látni og hinir fjórir eru allir litháískir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að annar maður hlaut bana af í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Í ákæru segir að maðurinn hafi ráðist á hinn látna með margþættu ofbeldi, og að atlagan hefði beinst að höfði, hálsi og líkama. Á meðal þess sem hefði gerst væri að hinn látni, sem hafi setið í stól, hefði verið sleginn tvisvar í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Sakborningurinn mun hafa játað þessa tilteknu háttsemi og því er henni sérstaklega lýst. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikla áverka og lést af völdum heilaáverka. En þessu meinta ofbeldi var ekki lýst nánar í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að ákæran hafi ekki verið nægilega nákvæm og því var málinu vísað frá dómi. Landsréttur hins vegar sneri þeirri ákvörðun við og sendi málið aftur í hérað. Nú hefur úrskurður Landsréttar í málinu verið birtur. Þar segir að það verði að telja réttlætanlegt að lýsa ætlaðri háttsemi með þessum hætti. „Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð,“ segir í úrskurði Landsréttar. Jafnframt segir að lýsingin í ákæru sé ekki svo óljós að sakborningurinn muni eiga erfitt með að taka til varna í málinu. Sakborningurinn neitar sök. Það var hann sem fór fram á að málinu yrði vísað frá þar sem honum þótti ákæran ekki nægilega skýr. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins. Hinn látni og hinir fjórir eru allir litháískir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira