Sú elsta til að vinna HM-gull en Hófí Dóra féll úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 14:15 Federica Brignone fagnaði sögulegum sigri á HM í dag. Getty/Alexis Boichard Hin ítalska Federica Brignone varð í dag elsta kona sögunnar til að vinna HM-gull í alpagreinum þegar hún vann sigur í stórsvigi, 34 ára að aldri. Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, eini keppandi Íslands í greininni, féll úr keppni í seinni umferðinni. Fjórtán ár eru liðin frá því að Brignone vann fyrst verðlaun á HM en það var einmitt einnig í stórsvigi. Í dag vann hún svo nokkuð öruggan sigur, með því að vera fljótust bæði í fyrri og seinni ferð, og Brignone verður því ríkjandi heimsmeistari þegar Vetrarólympíuleikarnir fara fram í heimalandi hennar Ítalíu að ári. Brignone er jafnframt fyrst Ítala til að verða heimsmeistari í stórsvigi kvenna í 28 ár, eða síðan Deborah Compagnoni vann árið 1997. „Hvað get ég sagt? Mig hefur dreymt um að verða gullverðlaunahafi í stórsvigi. Mig hefur dreymt um þessa stund í mörg, mörg ár en ég lenti alltaf í 2. sæti,“ sem fékk silfur í stórsvigi á HM 2011 og svo aftur 2023 en vann þá gull í tvíkeppni. „Þetta er einn besti dagur lífs míns. Það mun taka tíma að átta sig á þessu. Tilfinningarnar flæða en ég átta mig betur á þessu í kvöld,“ sagði Brignone. Heildartími Brignone var 2:22,71 mínútur og var hún 90/100 úr sekúndu á undan Alice Robinson frá Nýja-Sjálandi. Hin bandaríska Paula Moltzan fékk brons en hún endaði 2,62 sekundum á eftir Brignone og aðeins 1/100 úr sekúndu á undan hinni norsku Thea Louise Stjernesund. Hófí Dóra, sem var með rásnúmer 59 af 109 keppendum, varð í 44. sæti í fyrri ferðinni í dag en þó 9,10 sekúndum á eftir Brignone sem hafði gott forskot á næstu keppendur. Hún náði svo ekki að ljúka seinni ferðinni. Hófí Dóra hafði áður náð 29. sæti í bruni um síðustu helgi. Skíðaíþróttir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Sjá meira
Fjórtán ár eru liðin frá því að Brignone vann fyrst verðlaun á HM en það var einmitt einnig í stórsvigi. Í dag vann hún svo nokkuð öruggan sigur, með því að vera fljótust bæði í fyrri og seinni ferð, og Brignone verður því ríkjandi heimsmeistari þegar Vetrarólympíuleikarnir fara fram í heimalandi hennar Ítalíu að ári. Brignone er jafnframt fyrst Ítala til að verða heimsmeistari í stórsvigi kvenna í 28 ár, eða síðan Deborah Compagnoni vann árið 1997. „Hvað get ég sagt? Mig hefur dreymt um að verða gullverðlaunahafi í stórsvigi. Mig hefur dreymt um þessa stund í mörg, mörg ár en ég lenti alltaf í 2. sæti,“ sem fékk silfur í stórsvigi á HM 2011 og svo aftur 2023 en vann þá gull í tvíkeppni. „Þetta er einn besti dagur lífs míns. Það mun taka tíma að átta sig á þessu. Tilfinningarnar flæða en ég átta mig betur á þessu í kvöld,“ sagði Brignone. Heildartími Brignone var 2:22,71 mínútur og var hún 90/100 úr sekúndu á undan Alice Robinson frá Nýja-Sjálandi. Hin bandaríska Paula Moltzan fékk brons en hún endaði 2,62 sekundum á eftir Brignone og aðeins 1/100 úr sekúndu á undan hinni norsku Thea Louise Stjernesund. Hófí Dóra, sem var með rásnúmer 59 af 109 keppendum, varð í 44. sæti í fyrri ferðinni í dag en þó 9,10 sekúndum á eftir Brignone sem hafði gott forskot á næstu keppendur. Hún náði svo ekki að ljúka seinni ferðinni. Hófí Dóra hafði áður náð 29. sæti í bruni um síðustu helgi.
Skíðaíþróttir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Sjá meira