Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 14. febrúar 2025 09:31 Björn Kristjánsson sneri aftur á völlinn í haust eftir um tveggja ára pásu frá körfubolta vegna veikinda. Hann fékk nýra frá móður sinni eftir að nýru hans gáfu sig. Vísir/Einar Körfuboltamaðurinn Björn Kristjánsson sneri aftur á körfuboltavöllinn í haust eftir mikil veikindi sem leiddu til þess að móðir hans gaf honum nýra. Hún fékk eiginlegt úrslitavald yfir því hvort hann sneri aftur en hann nýtur sín vel og stefnir á Íslandsmeistaratitil í vor. „Ég greindist með nýrnasjúkdóm 2017, minnir mig, sem virkar bara þannig að hægt og rólega hætta nýrun að virka,“ segir Björn sem er með svokallaða IgA-nýrnabilun. Líkt og hann segir leiðir sjúkdómurinn til þess að nýrun gefi sig en breytilegt er hversu hratt ferlið er. Sumarið 2022 fékk Björn þau skilaboð að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur næstu fimm árin eða svo. Aðeins örfáum mánuðum síðar hafði ferlinu hraðað mjög. „Það var eiginlega mesta höggið. Til að byrja með. Þetta var mikill rússibani líka. Ég kem heim frá Köben sumarið 2022, fer til læknis og fer í prufu og þetta leit ekki nógu vel út. Ég fæ skilaboðin að þetta sé síðasta tímabilið, þegar ég hélt að ég ætti nokkur tímabil eftir. Svo tveimur vikum eftir það var þetta bara búið. Nýrun hættu að virka mjög hratt þarna í lokin,“ segir Björn í samtali við Stöð 2. Björn fékk nýra frá móður sinni, Berglindi Steffensen, og sagði körfuboltaferlinum lokið veturinn 2022. Við tók töluvert bataferli. „Ég fer í skipti um hálfu ári seinna, rúmlega. Þetta er einhver tuttugu sentímetra skurður og nýtt líffæri og eitthvað. Auðvitað leið mér betur rétt eftir, því maður er búinn að vera með engin nýru,“ „Maður fann þvílíkan mun. Það var eins og einhver þoka hefði farið úr hausnum á manni. Allt í einu leið manni þokkalega, allavega andlega og þannig séð líkamlega líka. En maður var ennþá að glíma við þrekleysi og er ekki með mikið úthald. Það er eitthvað sem ég er enn að vinna í í dag,“ segir Björn. Mamma fékk að ráða Ekki löngu eftir aðgerðina fékk Björn fregnir af því að mögulegt væri að spila þrátt fyrir nýrnaskipti með sértilgerðri hlíf. Hann var spenntur fyrir því en fjölskyldumeðlimum leist ekki sérlega á blikuna. „Flestir sögðu: Ef þetta gengur, bara flott. Allir vita hversu gaman mér finnst að vera í körfubolta. Foreldrar mínir (voru ekki eins spenntir), eru næst manni og nýrað er úr mömmu þannig að hún fékk næstum því að ákveða þetta. Hún talaði við lækninn minn og lækni í Noregi og þeim leist vel á vörnina,“ segir Björn „Þeir sögðu go for it, þá ákvað ég að gera þetta. Og mamma og pabbi voru ekkert of pirruð, þannig að maður vildi allavega að reyna á þetta,“ segir Björn. Björn setur niður þrist á æfingu Vals.Vísir/Einar Stefnan á titil með Völsurum Stoðtækjafyrirtækið Össur aðstoðaði Björn við gerð slíkrar hlífar, eða nýrnavarnar, og Björn hóf að æfa með KR í haust. Hann tók þátt í örfáum leikjum með liðinu fyrir áramót. Hann skipti svo á lokadegi félagsskiptagluggans, í byrjun febrúar, yfir til Vals þar sem stefnan er skýr. „Ég held að stefnan sé alltaf á titil. Ég held það sé raunhæft markmið.“ Björn verður svo með Völsurum er þeir fara á hans gömlu slóðir í Vesturbæ í kvöld. Valur mætir KR í Vesturbænum í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og beint í kjölfarið verður umferðin gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi klukkan 21:20. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Björn sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
„Ég greindist með nýrnasjúkdóm 2017, minnir mig, sem virkar bara þannig að hægt og rólega hætta nýrun að virka,“ segir Björn sem er með svokallaða IgA-nýrnabilun. Líkt og hann segir leiðir sjúkdómurinn til þess að nýrun gefi sig en breytilegt er hversu hratt ferlið er. Sumarið 2022 fékk Björn þau skilaboð að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur næstu fimm árin eða svo. Aðeins örfáum mánuðum síðar hafði ferlinu hraðað mjög. „Það var eiginlega mesta höggið. Til að byrja með. Þetta var mikill rússibani líka. Ég kem heim frá Köben sumarið 2022, fer til læknis og fer í prufu og þetta leit ekki nógu vel út. Ég fæ skilaboðin að þetta sé síðasta tímabilið, þegar ég hélt að ég ætti nokkur tímabil eftir. Svo tveimur vikum eftir það var þetta bara búið. Nýrun hættu að virka mjög hratt þarna í lokin,“ segir Björn í samtali við Stöð 2. Björn fékk nýra frá móður sinni, Berglindi Steffensen, og sagði körfuboltaferlinum lokið veturinn 2022. Við tók töluvert bataferli. „Ég fer í skipti um hálfu ári seinna, rúmlega. Þetta er einhver tuttugu sentímetra skurður og nýtt líffæri og eitthvað. Auðvitað leið mér betur rétt eftir, því maður er búinn að vera með engin nýru,“ „Maður fann þvílíkan mun. Það var eins og einhver þoka hefði farið úr hausnum á manni. Allt í einu leið manni þokkalega, allavega andlega og þannig séð líkamlega líka. En maður var ennþá að glíma við þrekleysi og er ekki með mikið úthald. Það er eitthvað sem ég er enn að vinna í í dag,“ segir Björn. Mamma fékk að ráða Ekki löngu eftir aðgerðina fékk Björn fregnir af því að mögulegt væri að spila þrátt fyrir nýrnaskipti með sértilgerðri hlíf. Hann var spenntur fyrir því en fjölskyldumeðlimum leist ekki sérlega á blikuna. „Flestir sögðu: Ef þetta gengur, bara flott. Allir vita hversu gaman mér finnst að vera í körfubolta. Foreldrar mínir (voru ekki eins spenntir), eru næst manni og nýrað er úr mömmu þannig að hún fékk næstum því að ákveða þetta. Hún talaði við lækninn minn og lækni í Noregi og þeim leist vel á vörnina,“ segir Björn „Þeir sögðu go for it, þá ákvað ég að gera þetta. Og mamma og pabbi voru ekkert of pirruð, þannig að maður vildi allavega að reyna á þetta,“ segir Björn. Björn setur niður þrist á æfingu Vals.Vísir/Einar Stefnan á titil með Völsurum Stoðtækjafyrirtækið Össur aðstoðaði Björn við gerð slíkrar hlífar, eða nýrnavarnar, og Björn hóf að æfa með KR í haust. Hann tók þátt í örfáum leikjum með liðinu fyrir áramót. Hann skipti svo á lokadegi félagsskiptagluggans, í byrjun febrúar, yfir til Vals þar sem stefnan er skýr. „Ég held að stefnan sé alltaf á titil. Ég held það sé raunhæft markmið.“ Björn verður svo með Völsurum er þeir fara á hans gömlu slóðir í Vesturbæ í kvöld. Valur mætir KR í Vesturbænum í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og beint í kjölfarið verður umferðin gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi klukkan 21:20. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Björn sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan.
Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira