Formaðurinn segir að góðir áfangar hafi náðst en að nú þurfi aðilar að hafa þor í að fara yfir brúna saman.
Þá fjöllum við um meinta smölun hjá Sjálfstæðisflokknum en síðar í dag hittast félagar í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík til að velja landsfundarfulltrúa. Von er á mannmergð í Valhöll þar sem báðar fylkingar freista þess að koma sínu fólki að.
Þá tökum við stöðuna á meirihlutaviðræðum í borginni og fjöllum um hið meinta dýraníð hestamanna sem vakið hefur athygli.