Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 13:01 Jannik Sinner vann opna ástralska mótið í janúar. Getty/James D. Morgan Ítalinn Jannik Sinner, efsti maður heimslistans í tennis, hefur komist að samkomulagi við WADA, alþjóða lyfjaeftirlitið, um að taka út þriggja mánaða bann vegna tveggja jákvæðra lyfjaprófa á síðasta ári. Sinner, sem vann Opna ástralska mótið í síðasta mánuði, verður því í banni frá 9. febrúar til 4. maí. Það þýðir að hann missir ekki af neinu risamóti og getur spilað á Opna franska mótinu 19. maí. WADA hafði áfrýjað til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða heilindastofnun tennisíþróttarinnar, ITIA, komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að refsa Sinner. WADA kallaði eftir tveggja ára keppnisbanni en hefur nú tekið skýringar Sinner gildar og samþykkt að láta þriggja mánaða bann duga. Sinner féll á lyfjaprófi í tvígang í mars á síðasta ári, þegar hann tók þátt í Indian Wells-mótinu. Hann hefur sagt að efnið „clostebol“, sem er bannað, hafi fundist vegna þess að hann hafi óvart fengið það á sig í meðferð hjá sjúkraþjálfara. WADA segir ljóst að Sinner, sem unnið hefur þrjú risamót á ferlinum, hafi ekki ætlað sér að svindla, að efnið hafi ekki stuðlað að auknum árangri hans, og að þetta hafi gerst án hans vitneskju vegna gáleysis starfsmanns úr teymi hans. Sinner verði hins vegar að bera sjálfur ábyrgð á því gáleysi. Sinner kveðst í yfirlýsingu hafa viljað semja um þriggja mánaða bann til að losna loksins við mál sem hangið hafi yfir honum og hefði gert það áfram, mögulega út þetta ár. Tennis Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Sinner, sem vann Opna ástralska mótið í síðasta mánuði, verður því í banni frá 9. febrúar til 4. maí. Það þýðir að hann missir ekki af neinu risamóti og getur spilað á Opna franska mótinu 19. maí. WADA hafði áfrýjað til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða heilindastofnun tennisíþróttarinnar, ITIA, komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að refsa Sinner. WADA kallaði eftir tveggja ára keppnisbanni en hefur nú tekið skýringar Sinner gildar og samþykkt að láta þriggja mánaða bann duga. Sinner féll á lyfjaprófi í tvígang í mars á síðasta ári, þegar hann tók þátt í Indian Wells-mótinu. Hann hefur sagt að efnið „clostebol“, sem er bannað, hafi fundist vegna þess að hann hafi óvart fengið það á sig í meðferð hjá sjúkraþjálfara. WADA segir ljóst að Sinner, sem unnið hefur þrjú risamót á ferlinum, hafi ekki ætlað sér að svindla, að efnið hafi ekki stuðlað að auknum árangri hans, og að þetta hafi gerst án hans vitneskju vegna gáleysis starfsmanns úr teymi hans. Sinner verði hins vegar að bera sjálfur ábyrgð á því gáleysi. Sinner kveðst í yfirlýsingu hafa viljað semja um þriggja mánaða bann til að losna loksins við mál sem hangið hafi yfir honum og hefði gert það áfram, mögulega út þetta ár.
Tennis Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira