Í tilefni af 126 ára afmælis Knattspyrnufélags Reykjavíkur var fyrsta skóflustungan tekin af nýju fjölnota íþróttahúsi sem reist verður á Meistaravöllum. Fram hefur komið að íþróttahúsið muni bæta æfingaaðstæðu fyrir iðkendur hinna ýmsu íþrótta en mannvirkið verður alls um 6700 fermetrar, þar af íþróttasalur um 4400 fermetrar.

Skúli Helgason, formaður menningar- og íþróttaráðs, Árni Geir Magnússon, formaður bygginganefndar KR, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR og fjöldi KR-unga tóku fyrstu skóflustunguna í heiðríkjunni.
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borginni. Einar gerði tilraun til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins en boð að ofan frá stjórn Flokks fólksins urðu til þess að ekkert varð úr þeim viðræðum.
Meirihlutaviðræður verða í fullum gangi til klukkan 18 í dag en þá mun fréttastofa ræða við oddvitana og taka púlsinn á viðræðunum.