Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 13:31 Diljá Ögn Lárusdóttir átti frábæran leik í sigri Stjörnukvenna fyrir norðan. Vísir/Diego Stjörnukonan Diljá Ögn Lárusdóttir var allt í öllu þegar Stjörnuliðið endaði tíu leikja sigurgöngu Þórsara í Bónus deild kvenna í körfubolta um helgina og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Þórskonur á þeirra eigin heimavelli í vetur. Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Diljár sem skoraði 26 stig í leiknum og hitti úr 75 prósent skota sinna eða 12 af 16. Hún var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar. „Hvað gerir hana af þessu ofboðslega sóknarvopni sem hún er,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Snögg á fótunum „Hún er með líkamlega burði. Hún er snögg á fótunum sem mikið af íslensku stelpunum hafa ekki. Svo er það þessi boltatækni því boltinn liggur alltaf í höndunum á henni,“ sagði Helena Sverrisdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Ef hún ætlar líka að fara að geta skotið fyrir utan þá er hún óstöðvandi. Það er svolítið það sem lið hafa treyst á. Allt í lagi, hún er ekki besti skotmaðurinn fyrir utan þriggja stiga línuna. Við ætlum því að fara undir hindranir og reyna að halda henni fyrir framan okkur,“ sagði Helena. „Ef hún er líka að setja niður þau skot fyrir utan þá er rosalega erfitt að stoppa hana,“ sagði Helena. Hörður sýndi tvær körfur þar sem Dilja ræðst á körfuna með stefnubreytingum og sýnir mikið jafnvægi í sínum aðgerðum. Hún festir alla í gólfinu „Það eru ekki margir sem geta þetta, hangið í loftinu lengi,“ sagði Hörður. „Ég er búin að sjá þessa stelpu síðan hún var ung og maður hefur alltaf séð þetta. Það næstum því svona ‚streetball affect' í henni. Hún svæfir algjörlega varnarmanninn þegar hún tekur þetta hik og þá er sama hvort hún sé með hægan eða hraðann varnarmann á sér. Hún festir alla í gólfinu,“ sagði Helena. Það má sjá þessa umfjöllun um Diljá hér fyrir neðan. Klippa: Diljá Ögn Lárusdóttir fékk hrós í Körfuboltakvöldi Bónus-deild kvenna Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Diljár sem skoraði 26 stig í leiknum og hitti úr 75 prósent skota sinna eða 12 af 16. Hún var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar. „Hvað gerir hana af þessu ofboðslega sóknarvopni sem hún er,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Snögg á fótunum „Hún er með líkamlega burði. Hún er snögg á fótunum sem mikið af íslensku stelpunum hafa ekki. Svo er það þessi boltatækni því boltinn liggur alltaf í höndunum á henni,“ sagði Helena Sverrisdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Ef hún ætlar líka að fara að geta skotið fyrir utan þá er hún óstöðvandi. Það er svolítið það sem lið hafa treyst á. Allt í lagi, hún er ekki besti skotmaðurinn fyrir utan þriggja stiga línuna. Við ætlum því að fara undir hindranir og reyna að halda henni fyrir framan okkur,“ sagði Helena. „Ef hún er líka að setja niður þau skot fyrir utan þá er rosalega erfitt að stoppa hana,“ sagði Helena. Hörður sýndi tvær körfur þar sem Dilja ræðst á körfuna með stefnubreytingum og sýnir mikið jafnvægi í sínum aðgerðum. Hún festir alla í gólfinu „Það eru ekki margir sem geta þetta, hangið í loftinu lengi,“ sagði Hörður. „Ég er búin að sjá þessa stelpu síðan hún var ung og maður hefur alltaf séð þetta. Það næstum því svona ‚streetball affect' í henni. Hún svæfir algjörlega varnarmanninn þegar hún tekur þetta hik og þá er sama hvort hún sé með hægan eða hraðann varnarmann á sér. Hún festir alla í gólfinu,“ sagði Helena. Það má sjá þessa umfjöllun um Diljá hér fyrir neðan. Klippa: Diljá Ögn Lárusdóttir fékk hrós í Körfuboltakvöldi
Bónus-deild kvenna Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira