Sport

Mamman ræður hve­nær heims­meistarinn hættir að boxa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Artur Beterbiev er mömmustrákur.
Artur Beterbiev er mömmustrákur. getty/Mark Robinson

Þrátt fyrir að vera orðinn fertugur ræður mamma rússnesk/kanadíska boxarans Arturs Beterbiev enn miklu í hans lífi, meðal annars hvenær hann hættir að keppa.

Beterbiev er heimsmeistari í léttþungavigt. Hann freistar þess að verja titil sinn gegn Dmitry Bivol í Ríad í Sádi-Arabíu á laugardaginn.

Beterbiev varð fertugur í síðasta mánuði en hann trúir því enn að hann eigi enn eftir að sýna sínar allra bestu hliðar í bardaga. 

„Það gæti verið í framtíðinni. Kannski á laugardaginn, kannski seinna. Við sjáum til,“ sagði Beterbiev. 

Hann hefur ekki ákveðið hvenær hanskarnir fara á hilluna.

„Ég veit ekki. Hingað til hefur allt gengið vel. Mér líður vel. Heilsan er góð og ég vil halda áfram,“ sagði Beterbiev sem ætlar að boxa þar til mamma hans segir honum að hætta.

„Já, en mamma viðurkennir það aldrei. Hún hefur mér styrk. Eins og allar mæður hefur hún áhyggjur af barninu sínu. Já, mamma er áhyggjufull en hún styður mig. Hún gefur mér grænt ljós.“

Beterbiev hefur unnið 21 af 21 bardaga á ferlinum, þar af tuttugu með rothöggi. Bivol er sá eini sem Beterbiev hefur ekki tekist að rota en þeir áttust við í október á síðasta ári. Þeir mætast svo aftur á laugardaginn.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×