Erlent

Ní­tján af 21 út­skrifaðir af sjúkra­húsi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Enginn slasaðist alvarlega í slysinu, sem er nú til rannsóknar hjá Samgöngustofnun Kanada.
Enginn slasaðist alvarlega í slysinu, sem er nú til rannsóknar hjá Samgöngustofnun Kanada. AP

Allir þeir farþegar sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að flugvél Delta endaði á hvolfi á flugbraut á Toronto Pearson flugvellinum í gærkvöldi eru útskrifaðir af sjúkrahúsi, nema tveir. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Delta sem Reuters hefur eftir. Áttatíu manns voru um borð í flugvélinni þegar hún skall harkalega í jörðina við lendingu og endaði á hvolfi. Þar af var 21 fluttur á sjúkrahús en samkvæmt kanadískum miðlum voru upplýsingar um ástand hinna slösuðu á nokkru reiki í dag. 

Samgöngustofnun Kanada hefur þegar hafið rannsókn á slysinu, og hvernig flugvélin, sem er af gerðinni CRJ900, gæti hafa hvolft þegar henni var lent á flugvellinum. Tildrög slyssins liggja ekki enn fyrir en líklegt er að orsakaþættir hafi verið fleiri en einn. 

Á myndbandsupptöku af slysinu sést að að minnsta kosti annar vængur flugvélarinnar hafði losnað af vélinni þegar hún skall í jörðina. 

Samkvæmt upplýsingum frá Toronto Pearson flugvellinum í gær voru miklir vindar og kuldi á flugvellinum í gær en óveður olli raski á flugi um flugvöllinn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×