Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2025 17:19 Dóra Björt er oddviti Pírata í borgarmálunum. Vísir/Arnar Oddviti Pírata segist vongóður um að meirihlutaviðræðum síðustu daga verði lokið í þessari viku. Stólar og embætti hafi enn lítið verið rædd. Meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna hafa staðið yfir í tæpa viku, en í gær var greint frá því að drög að málefnasamningi milli flokkanna lægi fyrir. „Við erum komin nokkuð langt, erum að vinna texta sáttmálans og erum búin að snerta á flestöllum málefnum. Þetta lítur bara vel út hjá okkur og við vonum bara að við náum til lands, fljótt og örugglega,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Erum við þá að tala um í þessari viku? „Ég held það, ég vona það. Það lítur þannig út að það gæti náðst.“ Gott að skapa ró um stjórn borgarinnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti bæjarstjórnar sagði í gær að brýnt væri að niðurstaða næðist í viðræðurnar í þessari viku. „Það er auðvitað gott að það skapist ró um stjórn borgarinnar, fyrirsjáanleiki um það hvernig störfum verður háttað, hver mun gegna hvaða hlutverki og hvað við erum að fara að gera. Það er auðvitað það sem við erum að ræða hér,“ segir Dóra. Eðlilegt sé að fólk vilji fá áherslur nýs meirihluta fram sem fyrst. „En eins og ég hef sagt. Það er mikilvægt að vanda sig, en auðvitað gera þetta hratt og örugglega.“ Fjölda mála frestað á bjöllufundi Svokallaður bjöllufundur fór fram í borgarstjórn í dag, þar sem öllum málum var frestað. „Það er ekkert óeðlilegt við það. Við erum að vinna að nýrri samstarfsyfirlýsingu og það er auðvitað eitthvað sem er gott að liggi fyrir áður en lengra er haldið.“ Enn hafi lítið verið rætt um stóla og embætti. „Vegna þess að við höfum verið að tala um verkefnin og við viljum klára það.“ Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna hafa staðið yfir í tæpa viku, en í gær var greint frá því að drög að málefnasamningi milli flokkanna lægi fyrir. „Við erum komin nokkuð langt, erum að vinna texta sáttmálans og erum búin að snerta á flestöllum málefnum. Þetta lítur bara vel út hjá okkur og við vonum bara að við náum til lands, fljótt og örugglega,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Erum við þá að tala um í þessari viku? „Ég held það, ég vona það. Það lítur þannig út að það gæti náðst.“ Gott að skapa ró um stjórn borgarinnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti bæjarstjórnar sagði í gær að brýnt væri að niðurstaða næðist í viðræðurnar í þessari viku. „Það er auðvitað gott að það skapist ró um stjórn borgarinnar, fyrirsjáanleiki um það hvernig störfum verður háttað, hver mun gegna hvaða hlutverki og hvað við erum að fara að gera. Það er auðvitað það sem við erum að ræða hér,“ segir Dóra. Eðlilegt sé að fólk vilji fá áherslur nýs meirihluta fram sem fyrst. „En eins og ég hef sagt. Það er mikilvægt að vanda sig, en auðvitað gera þetta hratt og örugglega.“ Fjölda mála frestað á bjöllufundi Svokallaður bjöllufundur fór fram í borgarstjórn í dag, þar sem öllum málum var frestað. „Það er ekkert óeðlilegt við það. Við erum að vinna að nýrri samstarfsyfirlýsingu og það er auðvitað eitthvað sem er gott að liggi fyrir áður en lengra er haldið.“ Enn hafi lítið verið rætt um stóla og embætti. „Vegna þess að við höfum verið að tala um verkefnin og við viljum klára það.“
Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira