Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. febrúar 2025 09:24 A$AP Rocky og Rihanna fyrir utan dómshúsið í Los Angeles eftir sýknudóm rapparans. Getty A$AP Rocky hefur verið sýknaður af því að hafa skotið tvisvar á fyrrverandi vin sinn, A$AP Relli, með hálfsjálfvirku skotvopni. Við dómsúrskurðinn stökk rapparinn í faðm barnsmóður sinnar, Rihönnu og grétu þau gleðitárum. Réttarhöld í dómsmálinu hafa staðið yfir í þrjár vikur en það tók kviðdóminn aðeins þrjá tíma til að komast að þeirri niðurstöðu að Rocky, réttu nafni Rakim Mayers, væri saklaus. Rocky var ákærður fyrir líkamsárás með hálfsjálfvirku skotvopni í tveimur ákæruliðum og hefði getað hlotið rúmlega tveggja áratuga dóm hefði hann verið dæmdur sekur. Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Dómsalurinn sem var fullur af aðdáendum og fjölskyldu hjónanna trylltist þegar dómurinn var kveðinn upp og stökk Rocky þá af sakamannabekknum í faðm konu innar. „Takk fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði Rocky við kviðdómarana þegar þeir yfirgáfu salinn. Skaut púðurskotum úr platbyssu Málið nær aftur til 6. nóvember 2021 þegar A$AP Rocky hitti fyrir A$AP Relli, réttu nafni Terell Ephron, í Hollywood. Mennirnir höfðu báðir verið í hópnum A$AP Mob síðan í menntaskóla en eitthvað slettst upp á vinskap þeirra. Relli sagði að eftir smá ryskingar hefði Rocky dregið upp byssu og skotið tvisvar úr henni. Önnur kúlan hafi strokist við hnefa hans en hann hefði ekki slasast alvarlega. Nokkrum mánuðum síðar, þann 20. apríl 2022, var Rocky handtekinn á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þar sem hann var nýkominn úr fríi með konu sinni, Rihönnu. Rocky losnaði úr haldi gegn tryggingu sem var 550 þúsund dalir (um 77 milljónir íslenskra króna í dag en sennilega meira þá). Lögmenn Rocky og vitni sögðu rapparann hafa skotið púðurskotum úr platbyssu. Hann hafi verið með platbyssuna á sér í töluverðan tíma eftir að hafa tekið hana af tökustað tónlistarmyndbands nokkrum mánuðum fyrr. Sögðu vitni að Rocky hefði skotið úr platbyssunni vegna þess að Relli hefði byrjað slagsmálin. Degi fyrir réttarhöldin hafnaði Rocky tilboði saksóknara um sex mánaða fangelsisvist gegn því að hann myndi játa sekt í einum ákæruliðnum af tveimur. Sannfærður um eigin sakleysi ákvað Rocky að veðja á kviðdómurinn yrði sama sinnis. Joe Tacopina, lögfræðingur Rocky, sagði í lokaávarpi sínu að Relli væri „reiður sjúklegur lygari“ sem hefði „borið ljúgvitni aftur og aftur og aftur og aftur.“ Rihanna, RZA og Riot mættu reglulega í dómsal Að loknu faðmlagi Rihönnu og Rocky faðmaði söngkonan lögfræðinga hans. Rihanna hafði verið reglulegur gestur í dómsal meðan réttarhöldin stóðu yfir og stundum tekið barnunga syni sína með, hinn tveggja ára RZA Athelston Mayers og hinn eins árs gamla Riot Rose Mayers. Eftir sýknuna þurfti parið að berjast gegnum haf ljósmyndara, blaðamanna, Youtube-ara og aðdáenda rapparans á leið út úr dómshúsinu og inn í hvítan jeppa sem beið fyrir utan. Rocky lýsti síðustu fjórum árum sem klikkuðum fyrir utan dómshúsið. „Ég er þakklátur og það er blessun að vera hérna núna og vera frjáls maður að tala við ykkur,“ sagði hann einnig. Nathan Hochman, saksóknari Los Angeles-sýslu, sagðist virða ákvörðun kviðdómsins og sagði embætti saksóknara skuldbundið því að draga þá sem brjóta lögin til ábyrgðar, sama hve frægir þeir eru. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Réttarhöld í dómsmálinu hafa staðið yfir í þrjár vikur en það tók kviðdóminn aðeins þrjá tíma til að komast að þeirri niðurstöðu að Rocky, réttu nafni Rakim Mayers, væri saklaus. Rocky var ákærður fyrir líkamsárás með hálfsjálfvirku skotvopni í tveimur ákæruliðum og hefði getað hlotið rúmlega tveggja áratuga dóm hefði hann verið dæmdur sekur. Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Dómsalurinn sem var fullur af aðdáendum og fjölskyldu hjónanna trylltist þegar dómurinn var kveðinn upp og stökk Rocky þá af sakamannabekknum í faðm konu innar. „Takk fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði Rocky við kviðdómarana þegar þeir yfirgáfu salinn. Skaut púðurskotum úr platbyssu Málið nær aftur til 6. nóvember 2021 þegar A$AP Rocky hitti fyrir A$AP Relli, réttu nafni Terell Ephron, í Hollywood. Mennirnir höfðu báðir verið í hópnum A$AP Mob síðan í menntaskóla en eitthvað slettst upp á vinskap þeirra. Relli sagði að eftir smá ryskingar hefði Rocky dregið upp byssu og skotið tvisvar úr henni. Önnur kúlan hafi strokist við hnefa hans en hann hefði ekki slasast alvarlega. Nokkrum mánuðum síðar, þann 20. apríl 2022, var Rocky handtekinn á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þar sem hann var nýkominn úr fríi með konu sinni, Rihönnu. Rocky losnaði úr haldi gegn tryggingu sem var 550 þúsund dalir (um 77 milljónir íslenskra króna í dag en sennilega meira þá). Lögmenn Rocky og vitni sögðu rapparann hafa skotið púðurskotum úr platbyssu. Hann hafi verið með platbyssuna á sér í töluverðan tíma eftir að hafa tekið hana af tökustað tónlistarmyndbands nokkrum mánuðum fyrr. Sögðu vitni að Rocky hefði skotið úr platbyssunni vegna þess að Relli hefði byrjað slagsmálin. Degi fyrir réttarhöldin hafnaði Rocky tilboði saksóknara um sex mánaða fangelsisvist gegn því að hann myndi játa sekt í einum ákæruliðnum af tveimur. Sannfærður um eigin sakleysi ákvað Rocky að veðja á kviðdómurinn yrði sama sinnis. Joe Tacopina, lögfræðingur Rocky, sagði í lokaávarpi sínu að Relli væri „reiður sjúklegur lygari“ sem hefði „borið ljúgvitni aftur og aftur og aftur og aftur.“ Rihanna, RZA og Riot mættu reglulega í dómsal Að loknu faðmlagi Rihönnu og Rocky faðmaði söngkonan lögfræðinga hans. Rihanna hafði verið reglulegur gestur í dómsal meðan réttarhöldin stóðu yfir og stundum tekið barnunga syni sína með, hinn tveggja ára RZA Athelston Mayers og hinn eins árs gamla Riot Rose Mayers. Eftir sýknuna þurfti parið að berjast gegnum haf ljósmyndara, blaðamanna, Youtube-ara og aðdáenda rapparans á leið út úr dómshúsinu og inn í hvítan jeppa sem beið fyrir utan. Rocky lýsti síðustu fjórum árum sem klikkuðum fyrir utan dómshúsið. „Ég er þakklátur og það er blessun að vera hérna núna og vera frjáls maður að tala við ykkur,“ sagði hann einnig. Nathan Hochman, saksóknari Los Angeles-sýslu, sagðist virða ákvörðun kviðdómsins og sagði embætti saksóknara skuldbundið því að draga þá sem brjóta lögin til ábyrgðar, sama hve frægir þeir eru.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira