Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 12:18 Gísli Þorgeir Kristjánsson og þjálfarinn Bennet Wiegert þurftu að taka ákvörðun í gær um hvort Gísli myndi spila, þrátt fyrir að vera tæpur vegna meiðsla. Getty/Marco Wolf Bennet Wiegert, þjálfari þýska handboltafélagsins Magdeburg, viðurkennir að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi ekki getað æft í aðdraganda leiksins við Álaborg í gær. Meiðsli hans í leiknum séu á endanum á ábyrgð þjálfarans. Magdeburg og Álaborg mættust í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og vann Magdeburg nauðsynlegan 32-31 sigur í baráttunni um að komast upp úr sínum riðli og í 12-liða úrslit keppninnar. Gísli hóf leikinn en eftir aðeins örfáar mínútur fór hann meiddur af velli, augljóslega sárkvalinn, en þýskir miðlar segja að um ökklameiðsli sé að ræða. Wiegert hefur nú viðurkennt að hafa vísvitandi teflt á tvær hættur varðandi Gísla. „Hann var tæpur fyrir leikinn og hafði ekki æft alla vikuna. Við reyndum að gera hann leihkæfan en það kom svo í ljós að þetta var of snemmt,“ sagði Wiegert við Sport Bild. Der SC Magdeburg hält in der Champions League Kurs auf die Play-offs. Die Mannschaft von Trainer Bennet Wiegert besiegte das dänische Spitzenteam Aalborg Handbold 32:31 (17:17). Die Freude wird getrübt durch den frühen Ausfall von Gisli Kristjansson, eine Diagnose steht noch… pic.twitter.com/mNMulkcjOk— HandballPapst (@HandballPapst) February 20, 2025 „Þetta angrar mig en svona ákvarðanir þarf að taka í keppnisíþróttum. Ég ber alltaf endanlega ábyrgð,“ sagði Wiegert en tók fram að Gísli hefði sjálfur viljað spila leikinn. „Ég neyði engan til að spila. En það koma upp aðstæður þar sem maður þarf að bremsa leikmanninn af. Kannski gerði ég það ekki nógu mikið,“ sagði Wiegert. Magdeburg er núna án sjö leikmanna vegna meiðsla og í þeim hópi eru einnig Ómar Ingi Magnússon, Albin Lagergren, Christian O'Sullivan, Philipp Weber, Manuel Zehnder og Oscar Bergendahl. Wiegert var því ekki í auðveldri stöðu þegar hann þurfti að taka ákvörðun um hvort Gísli myndi spila í gær, sérstaklega í ljósi hættunnar á að Magdeburg félli úr keppni: „Það vita allir hve mikilvæg stigin í Meistaradeildinni eru. Hversu mikilvæg stigin í þýsku deildinni eru fyrir okkur. Svona er þetta í keppnisíþróttum og þetta neyðir mann stundum til að gera hluti þegar þörf hefði verið fyrir aðeins meiri þolinmæði.“ Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Magdeburg og Álaborg mættust í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og vann Magdeburg nauðsynlegan 32-31 sigur í baráttunni um að komast upp úr sínum riðli og í 12-liða úrslit keppninnar. Gísli hóf leikinn en eftir aðeins örfáar mínútur fór hann meiddur af velli, augljóslega sárkvalinn, en þýskir miðlar segja að um ökklameiðsli sé að ræða. Wiegert hefur nú viðurkennt að hafa vísvitandi teflt á tvær hættur varðandi Gísla. „Hann var tæpur fyrir leikinn og hafði ekki æft alla vikuna. Við reyndum að gera hann leihkæfan en það kom svo í ljós að þetta var of snemmt,“ sagði Wiegert við Sport Bild. Der SC Magdeburg hält in der Champions League Kurs auf die Play-offs. Die Mannschaft von Trainer Bennet Wiegert besiegte das dänische Spitzenteam Aalborg Handbold 32:31 (17:17). Die Freude wird getrübt durch den frühen Ausfall von Gisli Kristjansson, eine Diagnose steht noch… pic.twitter.com/mNMulkcjOk— HandballPapst (@HandballPapst) February 20, 2025 „Þetta angrar mig en svona ákvarðanir þarf að taka í keppnisíþróttum. Ég ber alltaf endanlega ábyrgð,“ sagði Wiegert en tók fram að Gísli hefði sjálfur viljað spila leikinn. „Ég neyði engan til að spila. En það koma upp aðstæður þar sem maður þarf að bremsa leikmanninn af. Kannski gerði ég það ekki nógu mikið,“ sagði Wiegert. Magdeburg er núna án sjö leikmanna vegna meiðsla og í þeim hópi eru einnig Ómar Ingi Magnússon, Albin Lagergren, Christian O'Sullivan, Philipp Weber, Manuel Zehnder og Oscar Bergendahl. Wiegert var því ekki í auðveldri stöðu þegar hann þurfti að taka ákvörðun um hvort Gísli myndi spila í gær, sérstaklega í ljósi hættunnar á að Magdeburg félli úr keppni: „Það vita allir hve mikilvæg stigin í Meistaradeildinni eru. Hversu mikilvæg stigin í þýsku deildinni eru fyrir okkur. Svona er þetta í keppnisíþróttum og þetta neyðir mann stundum til að gera hluti þegar þörf hefði verið fyrir aðeins meiri þolinmæði.“
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira