Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2025 11:47 Vatn drýpur úr bráðnandi ís Jamtalferner-jökulsins í Austurríki. AP/Matthias Schrader Árleg rýrnun jökla á jörðinni utan stóru ísbreiðanna var mun hraðari síðustu tíu árin en hún var á fyrsta áratug þessarar aldar samkvæmt umfangsmikilli rannsókn. Íslenskir jöklar rýrnar örar en flestir aðrir þrátt fyrir að rýrnunin sé hægari nú en í byrjun aldar. Jöklar utan Suðurskautslandsins og Grænlands hafa tapað að meðaltali 273 milljörðum tonna af ís á hverju einasta ári frá aldamótum. Magnið sem hefur tapast á hverju ári er sagt jafngilda vatnsneyslu allra jarðarbúa í þrjátíu ár, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samtals hafa jöklarnir rýrnað um 6.500 milljarða tonna af ís og eru nú fimm prósent rýrari að rúmmáli en þeir voru fyrir tuttugu árum. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature á miðvikudag. Hert hefur á rýrnuninni síðustu tíu árin sérstaklega en þau eru jafnframt þau tíu hlýjustu í mælingarsögunni. Frá 2000 til 2011 nam ístapið um 231 milljarði tonna á ári en 314 milljörðum tonna næstu tíu árin á eftir. Jakar fljóta í jökullóni við Ronjökul nærri Goms í Sviss. Víða er flóðahætta vegna slíkra lóna ef berg eða ís hrynur út í þau.AP/Matthias Schrader Rýrnun jöklanna er tæplega fimmtungi hraðari en Grænlandsjökuls og tvöfalt hraðari en Suðurskautslandsins. Mest hafa jöklar í Mið-Evrópu rýrnað um 39 prósent á tímabilinu en bráðnunin er mun minni nær Suðurskautslandinu þar sem aðstæður eru töluvert frábruðnar norðurhveli. William Colgan, jöklafræðingur frá Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands og einn höfunda rannsóknarinnar, segir við AP-fréttastofuna að jöklar í Ölpunum hafi skroppið saman svo hratt að hætta sé að þeir hverfi alveg. „Ef þú tapar 5,5 prósentum af rúmmáli jökla á rétt rúmum tuttugu árum þá er það klárlega ekki sjálfbært. Það á eftir að ná í skottið á þér,“ segir Colgan. Tilraun Veðurstofunnar til þess að sýna á myndrænan hátt einn rúmkílómetra vatns sem kúlu yfir Reykjavík. Kúlan væri 1.240 metrar að þvermáli og næði um 360 metra upp fyrir hábungu Esjunnar ef kúlan væri í sömu hæð í Hallgrímskirkjan. Árleg rýrnun jökla á jörðinni samsvarar 273 slíkum kúlum af vatni á þessari öld. Þá er ekki talinn með sá ís sem Grænlandsjökull og Suðurskautslandið hefur tapað.Veðurstofa Íslands Íslensku jöklarnir tapað 8,3 milljörðum tonna á ári Rannsakendurnir tóku saman niðurstöður athugana 35 hópa jöklavísindamanna frá meira en 230 stöðum í heiminumm. Þetta gaf þeim skýrari heildarmynd af þróun jökla um jarðkringluna. Athuganirnar byggðu á ýmis konar mæliaðferðum, þar á meðal beinum afkomumælingum á jörðu niðri og gervihnattagögnum, meðal annars frá Íslandi. Niðurstöðurnar voru svo túlkaðar saman til þess að leggja mat á rýrnun jökla á mismunandi svæðum. Niðurstöðum mismunandi mæliaðferða ber vel saman um þróun íslensku jöklanna, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þær gefa til kynna að jöklarnir hér hafi rýrnað um 8,3 milljarða tonna á ári frá 2000 til 2023. Það samsvari því að þeir hafi þynnst um 93 sentímetra að meðaltali á ári. Aðeins á Nýja-Sjálandi, í sunnanverðum Andesfjöllum og í Mið-Evrópu hafa jöklar rýrnað hraðar en á Íslandi frá aldamótum. Tunga Kvíárjökuls sem gengur niður úr Öræfajökli annars vegar árið 1989 og hins vegar árið 2023. Samanburðurinn sýnir hvernig jökullinn hefur hopað og lón myndast við sporð hans eins gerst hefur víða á sunnanverðu landinu á síðustu áratugum.Veðurstofa Íslands/Kieran Baxter Hægari rýrnun við Ísland vegna staðbundinnar kólnunar Sérstaka athygli vekur að þvert á heimsmeðtaltalið rýrna íslensku jöklarnir hægar eftir árið 2010 en á fyrsta áratug aldarinnar. Veðurstofan segir að þetta sé rakið til staðbundinnar kólnunar við Ísland sem tengist breytingum á vindafari á Norður-Atlantshafi. Vísar hún þar til kalds bletts í hafinu sunnan og suðvestan við Ísland sem hefur verið nefndur kuldapollurinn. Á öðrum landsvæðum við Norður-Atlantshaf sé þessu öfugt farið en þar hefur rýrnun jökla hert á sér, þar á meðal á Svalbarða og á strandsvæðum Grænlands. Sérstaklega hefur rýrnun jökla á Svalbarða og í Mið-Evrópu verið sérstaklega hröð og margfalt hraðari á öðrum áratug aldarinnar en þeim fyrsta. Hópur haffræðinga og loftslagsvísindamanna, þar á meðal nokkurra íslenskra fræðimanna, skrifaði norrænum ráðherrum opið bréf í haust þar sem þeir vöruðu við mögulegum hörmungum ef veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) veiktist eða hryndi alveg. Vaxandi vísbendingar væru um að hægt hefði á henni vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Stöðvaðist hringrásin gæti vetrarhiti á íslandi orðið allt að níu gráðum lægri en hann er nú og við strendur Noregs gæti orðið allt að tuttugu stigum kaldara. Svo stórfelldum hitabreytingum fylgdu vaxandi veðuröfgar sem nærast á hitamun. Næstveigamesti þátturinn í hækkun sjávarstöðu Bráðunin jöklanna utan stóru ísbreiðanna hefur hækkað sjávarstöðu um átján millímetra að meðaltali samkvæmt nýju rannsókninni. Hún er nú næststærsti þátturinn sem veldur hækkun yfirborðs sjávar á eftir útþenslu sjávar vegna vaxandi hita. Afleiðingar bráðnunarinnar gætu orðið grafalvarlegar fyrir milljónir manna sem reiða sig á leysingarvatn frá jöklunum til landbúnaðar og annarra nota. Sérstaklega er það sagt mikilvægt í Mið-Asíu og á vissum svæðum í Andesfjöllum þar sem leysingarvatnið haldi uppi afrennsli á hlýjum og þurrum árstímum. Áframhaldandi bráðnun jöklanna veltur á því hversu mikilli hlýnun mannkynið heldur áfram að valda með því að brenna jarðefnaeldsneyti og dæla koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar. Nái ríki heims loftslagsmarkmiðum sínum um að takmarka hlýnun við eina og hálfa til tvær gráður gæti um fjórðungur jökla jarðar tapast en hátt í helmingur ef hún verður umfram það. „Hver tíundi hluti af gráðu af hlýnun sem hægt er að koma í veg fyrir mun bjarga einhverjum jöklum og bjargar okkur frá miklum skaða,“ segir Michael Zemp, forstöðurmaður Alþjóðlegu jöklaathuganastofnunarinnar og aðalhöfundur rannsóknarinnar við BBC. Jöklar á Íslandi Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Sjá meira
Jöklar utan Suðurskautslandsins og Grænlands hafa tapað að meðaltali 273 milljörðum tonna af ís á hverju einasta ári frá aldamótum. Magnið sem hefur tapast á hverju ári er sagt jafngilda vatnsneyslu allra jarðarbúa í þrjátíu ár, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samtals hafa jöklarnir rýrnað um 6.500 milljarða tonna af ís og eru nú fimm prósent rýrari að rúmmáli en þeir voru fyrir tuttugu árum. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature á miðvikudag. Hert hefur á rýrnuninni síðustu tíu árin sérstaklega en þau eru jafnframt þau tíu hlýjustu í mælingarsögunni. Frá 2000 til 2011 nam ístapið um 231 milljarði tonna á ári en 314 milljörðum tonna næstu tíu árin á eftir. Jakar fljóta í jökullóni við Ronjökul nærri Goms í Sviss. Víða er flóðahætta vegna slíkra lóna ef berg eða ís hrynur út í þau.AP/Matthias Schrader Rýrnun jöklanna er tæplega fimmtungi hraðari en Grænlandsjökuls og tvöfalt hraðari en Suðurskautslandsins. Mest hafa jöklar í Mið-Evrópu rýrnað um 39 prósent á tímabilinu en bráðnunin er mun minni nær Suðurskautslandinu þar sem aðstæður eru töluvert frábruðnar norðurhveli. William Colgan, jöklafræðingur frá Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands og einn höfunda rannsóknarinnar, segir við AP-fréttastofuna að jöklar í Ölpunum hafi skroppið saman svo hratt að hætta sé að þeir hverfi alveg. „Ef þú tapar 5,5 prósentum af rúmmáli jökla á rétt rúmum tuttugu árum þá er það klárlega ekki sjálfbært. Það á eftir að ná í skottið á þér,“ segir Colgan. Tilraun Veðurstofunnar til þess að sýna á myndrænan hátt einn rúmkílómetra vatns sem kúlu yfir Reykjavík. Kúlan væri 1.240 metrar að þvermáli og næði um 360 metra upp fyrir hábungu Esjunnar ef kúlan væri í sömu hæð í Hallgrímskirkjan. Árleg rýrnun jökla á jörðinni samsvarar 273 slíkum kúlum af vatni á þessari öld. Þá er ekki talinn með sá ís sem Grænlandsjökull og Suðurskautslandið hefur tapað.Veðurstofa Íslands Íslensku jöklarnir tapað 8,3 milljörðum tonna á ári Rannsakendurnir tóku saman niðurstöður athugana 35 hópa jöklavísindamanna frá meira en 230 stöðum í heiminumm. Þetta gaf þeim skýrari heildarmynd af þróun jökla um jarðkringluna. Athuganirnar byggðu á ýmis konar mæliaðferðum, þar á meðal beinum afkomumælingum á jörðu niðri og gervihnattagögnum, meðal annars frá Íslandi. Niðurstöðurnar voru svo túlkaðar saman til þess að leggja mat á rýrnun jökla á mismunandi svæðum. Niðurstöðum mismunandi mæliaðferða ber vel saman um þróun íslensku jöklanna, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þær gefa til kynna að jöklarnir hér hafi rýrnað um 8,3 milljarða tonna á ári frá 2000 til 2023. Það samsvari því að þeir hafi þynnst um 93 sentímetra að meðaltali á ári. Aðeins á Nýja-Sjálandi, í sunnanverðum Andesfjöllum og í Mið-Evrópu hafa jöklar rýrnað hraðar en á Íslandi frá aldamótum. Tunga Kvíárjökuls sem gengur niður úr Öræfajökli annars vegar árið 1989 og hins vegar árið 2023. Samanburðurinn sýnir hvernig jökullinn hefur hopað og lón myndast við sporð hans eins gerst hefur víða á sunnanverðu landinu á síðustu áratugum.Veðurstofa Íslands/Kieran Baxter Hægari rýrnun við Ísland vegna staðbundinnar kólnunar Sérstaka athygli vekur að þvert á heimsmeðtaltalið rýrna íslensku jöklarnir hægar eftir árið 2010 en á fyrsta áratug aldarinnar. Veðurstofan segir að þetta sé rakið til staðbundinnar kólnunar við Ísland sem tengist breytingum á vindafari á Norður-Atlantshafi. Vísar hún þar til kalds bletts í hafinu sunnan og suðvestan við Ísland sem hefur verið nefndur kuldapollurinn. Á öðrum landsvæðum við Norður-Atlantshaf sé þessu öfugt farið en þar hefur rýrnun jökla hert á sér, þar á meðal á Svalbarða og á strandsvæðum Grænlands. Sérstaklega hefur rýrnun jökla á Svalbarða og í Mið-Evrópu verið sérstaklega hröð og margfalt hraðari á öðrum áratug aldarinnar en þeim fyrsta. Hópur haffræðinga og loftslagsvísindamanna, þar á meðal nokkurra íslenskra fræðimanna, skrifaði norrænum ráðherrum opið bréf í haust þar sem þeir vöruðu við mögulegum hörmungum ef veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) veiktist eða hryndi alveg. Vaxandi vísbendingar væru um að hægt hefði á henni vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Stöðvaðist hringrásin gæti vetrarhiti á íslandi orðið allt að níu gráðum lægri en hann er nú og við strendur Noregs gæti orðið allt að tuttugu stigum kaldara. Svo stórfelldum hitabreytingum fylgdu vaxandi veðuröfgar sem nærast á hitamun. Næstveigamesti þátturinn í hækkun sjávarstöðu Bráðunin jöklanna utan stóru ísbreiðanna hefur hækkað sjávarstöðu um átján millímetra að meðaltali samkvæmt nýju rannsókninni. Hún er nú næststærsti þátturinn sem veldur hækkun yfirborðs sjávar á eftir útþenslu sjávar vegna vaxandi hita. Afleiðingar bráðnunarinnar gætu orðið grafalvarlegar fyrir milljónir manna sem reiða sig á leysingarvatn frá jöklunum til landbúnaðar og annarra nota. Sérstaklega er það sagt mikilvægt í Mið-Asíu og á vissum svæðum í Andesfjöllum þar sem leysingarvatnið haldi uppi afrennsli á hlýjum og þurrum árstímum. Áframhaldandi bráðnun jöklanna veltur á því hversu mikilli hlýnun mannkynið heldur áfram að valda með því að brenna jarðefnaeldsneyti og dæla koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar. Nái ríki heims loftslagsmarkmiðum sínum um að takmarka hlýnun við eina og hálfa til tvær gráður gæti um fjórðungur jökla jarðar tapast en hátt í helmingur ef hún verður umfram það. „Hver tíundi hluti af gráðu af hlýnun sem hægt er að koma í veg fyrir mun bjarga einhverjum jöklum og bjargar okkur frá miklum skaða,“ segir Michael Zemp, forstöðurmaður Alþjóðlegu jöklaathuganastofnunarinnar og aðalhöfundur rannsóknarinnar við BBC.
Jöklar á Íslandi Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Sjá meira
Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00