Porto vann 39-26 heimasigur á Martimo, liði sem er í fjórða sæti deildarinnar. Porto var 17-12 yfir í hálfleik.
Þorsteinn Leó skoraði þrjú mörk í leiknum en markahæsti maður liðsins var Jose Ferreira með átta mörk.
Þetta var níundi deildarsigur Porto í röð.
Porto er með 58 stig eða einu meira en Benfica sem á leik inni. Sporting er síðan með 55 stig en á tvo leiki inni á Porto. Stiven Tobar Valencia spilar með Benfica og Orri Freyr Þorkelsson með Sporting.