Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2025 18:06 Alice Weidel, kandídat AfD til kanslara, and Tino Chrupalla, formanni AfD, fögnuðu eftir að útgönguspár voru birtar. Getty Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Þýskalandi er Kristilegum Demókrötum spáð sigri með um 29 prósent atkvæða. Harðlínuhægriflokknum AfD er spáð 19,5 prósentum sem er söguleg niðurstaða í tólf ára sögu flokksins. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky um útgönguspár í kosningunum. Á eftir efstu flokkunum tveimur koma Sósíaldemókratar með sextán prósent, Græningjar með 13,5 prósent, vinstriflokkurinn Die Linke með 8,5 prósent og mælast svo FDP og BSW með tæp fimm prósent. Útgönguspárnar eru nokkuð í takt við síðustu skoðanakannanir. Vinstriflokkurinn Die Linke er þó með um 2,5 prósentustigum meira en í könnunum. Samanburður á útgönguspám í dag og úrslitum 2021.Vísir/Hjalti Kristilegir Demókratar, leiddir af Friedrich Merz, bæta við sig rúmum tíu prósentustigum frá síðustu kosningum. Þeir munu að öllum líkindum leiða næstu ríkisstjórn og fá kansalaraembættið. Sósíaldemókratar undir stjórn Olaf Schulz gjalda hins vegar afhroð og tapa tæpum tíu prósentustigum. Bestu úrslit í sögu AfD en ólíkleg í ríkisstjórn Reynist spárnar sannar er líka um stóran sigur að ræða fyrir AfD þó flokkurinn muni hugsanlega enda utan ríkisstjórnar. Þetta yrði líka í fyrsta skipti frá Seinni heimsstyrjöld sem hægri flokkur endar sem næststærstur. AfD fékk tíu prósent í síðustu kosningum og tvöfaldar því þingmannafjölda sinn. Flokkurinn sem hefur boðið fram í þrennum kosningum hefur mest fengið 12,6 prósent árið 2017. Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. AfD hafa talað fyrir hertari útlendingalöggjöf, gegn Evrópusambandinu, neitað tilvist hamfarahlýnunar og lýst yfir stuðningi við aukin samskipti við Rússa. Merz með pálmann í höndunum Líklegast þykir að Kristilegir demókratar muni mynda ríkissjórn með Sósíaldemókrötum, annað hvort flokkarnir tveir eða með þriðja flokki. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með AfD. „Við höfum unnið þessar kosningar,“ sagði Merz, sem verður líklega næsti kanslari Þýskalands, í fyrstu ræðu sinni eftir að útgönguspár voru birtar við dynjandi lófatak. Hann hefur farið mikinn í undanfara kosninganna og fór nýlega ófögrum orðum um vinstri flokka landsins. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz á kosningafundi sínum. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Sky um útgönguspár í kosningunum. Á eftir efstu flokkunum tveimur koma Sósíaldemókratar með sextán prósent, Græningjar með 13,5 prósent, vinstriflokkurinn Die Linke með 8,5 prósent og mælast svo FDP og BSW með tæp fimm prósent. Útgönguspárnar eru nokkuð í takt við síðustu skoðanakannanir. Vinstriflokkurinn Die Linke er þó með um 2,5 prósentustigum meira en í könnunum. Samanburður á útgönguspám í dag og úrslitum 2021.Vísir/Hjalti Kristilegir Demókratar, leiddir af Friedrich Merz, bæta við sig rúmum tíu prósentustigum frá síðustu kosningum. Þeir munu að öllum líkindum leiða næstu ríkisstjórn og fá kansalaraembættið. Sósíaldemókratar undir stjórn Olaf Schulz gjalda hins vegar afhroð og tapa tæpum tíu prósentustigum. Bestu úrslit í sögu AfD en ólíkleg í ríkisstjórn Reynist spárnar sannar er líka um stóran sigur að ræða fyrir AfD þó flokkurinn muni hugsanlega enda utan ríkisstjórnar. Þetta yrði líka í fyrsta skipti frá Seinni heimsstyrjöld sem hægri flokkur endar sem næststærstur. AfD fékk tíu prósent í síðustu kosningum og tvöfaldar því þingmannafjölda sinn. Flokkurinn sem hefur boðið fram í þrennum kosningum hefur mest fengið 12,6 prósent árið 2017. Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. AfD hafa talað fyrir hertari útlendingalöggjöf, gegn Evrópusambandinu, neitað tilvist hamfarahlýnunar og lýst yfir stuðningi við aukin samskipti við Rússa. Merz með pálmann í höndunum Líklegast þykir að Kristilegir demókratar muni mynda ríkissjórn með Sósíaldemókrötum, annað hvort flokkarnir tveir eða með þriðja flokki. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með AfD. „Við höfum unnið þessar kosningar,“ sagði Merz, sem verður líklega næsti kanslari Þýskalands, í fyrstu ræðu sinni eftir að útgönguspár voru birtar við dynjandi lófatak. Hann hefur farið mikinn í undanfara kosninganna og fór nýlega ófögrum orðum um vinstri flokka landsins. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz á kosningafundi sínum.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira