Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2025 18:46 Pablo Longoria segir málið byggt á misskilningi, hann er spænskur en lét ummælin falla á frönsku. Claudio Lavenia - UEFA/UEFA via Getty Images Forseti franska félagsins Marseille, Pablo Longoira, hefur dregið ummæli, þar sem hann ásakaði dómarastéttina í Frakklandi um spillingu, til baka. Hann segist hafa misskilið merkingu orðsins „spilling“ og aldrei ætlað að gefa í skyn að dómarar þægju mútur. Longoria lét ummælin falla eftir 3-0 tap Marseille gegn Auxerre á laugardag þar sem leikmaður Marseille var rekinn af velli. „Þetta er spilling. Ég hef aldrei séð annað eins. Þið getið skrifað niður það sem ég segi: Pablo Longoria segir þetta vera spillingu. Það er búið að skipuleggja þetta allt. Þetta er planað bak við tjöldin. Þetta er ömurlegt mót. Ef Marseille fær boð um að keppa í Ofurdeildinni munum við samþykkja það strax,“ sagði Longoria. Derek Cornelius, varnarmaður Marseille, fékk tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt.getty Ummælin hlutu mikla gagnrýni og nú í dag greindi dómarasambandið í Frakklandi frá því að það myndi lögsækja Longoria. Sökum þess að ummælin væru skaðleg gagnvart stéttinni og ýttu undir áreiti og ofbeldi í garð dómara. Longoria brást við og dró ummælin til baka í yfirlýsingu sem AFP birti. „Fólk hefur útskýrt fyrir mér hvað spilling þýðir í Frakklandi, á Spáni hefur það víðtækari merkingu. Ég ætlaði aldrei að gefa í skyn að peningar hafi skipst höndum, það myndi ég aldrei gera. Ég tek það því skýrt fram hér, það er engin spilling í frönskum fótbolta,“ sagði hann meðal annars. Longoria benti þó á að margt mætti betur fara í ákvörðunum dómara og sagði að margar ákvarðanir hafi fallið gegn Marseille á tímabilinu. Hann er ekki sá eini þeirrar skoðunar því í síðasta mánuði var Mehdi Benatia, yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille, dæmdur í þriggja mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir bikartap gegn Lille. Franski boltinn Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Fleiri fréttir Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Sjá meira
Longoria lét ummælin falla eftir 3-0 tap Marseille gegn Auxerre á laugardag þar sem leikmaður Marseille var rekinn af velli. „Þetta er spilling. Ég hef aldrei séð annað eins. Þið getið skrifað niður það sem ég segi: Pablo Longoria segir þetta vera spillingu. Það er búið að skipuleggja þetta allt. Þetta er planað bak við tjöldin. Þetta er ömurlegt mót. Ef Marseille fær boð um að keppa í Ofurdeildinni munum við samþykkja það strax,“ sagði Longoria. Derek Cornelius, varnarmaður Marseille, fékk tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt.getty Ummælin hlutu mikla gagnrýni og nú í dag greindi dómarasambandið í Frakklandi frá því að það myndi lögsækja Longoria. Sökum þess að ummælin væru skaðleg gagnvart stéttinni og ýttu undir áreiti og ofbeldi í garð dómara. Longoria brást við og dró ummælin til baka í yfirlýsingu sem AFP birti. „Fólk hefur útskýrt fyrir mér hvað spilling þýðir í Frakklandi, á Spáni hefur það víðtækari merkingu. Ég ætlaði aldrei að gefa í skyn að peningar hafi skipst höndum, það myndi ég aldrei gera. Ég tek það því skýrt fram hér, það er engin spilling í frönskum fótbolta,“ sagði hann meðal annars. Longoria benti þó á að margt mætti betur fara í ákvörðunum dómara og sagði að margar ákvarðanir hafi fallið gegn Marseille á tímabilinu. Hann er ekki sá eini þeirrar skoðunar því í síðasta mánuði var Mehdi Benatia, yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille, dæmdur í þriggja mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir bikartap gegn Lille.
Franski boltinn Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Fleiri fréttir Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Sjá meira