Sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem sáttasemjari lagði fram síðastliðinn föstudag og vísa til þess of hárrar innborgunar á virðismat og uppsagnarákvæði kennara í samningnum.
Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt að hún hafi verið fylgjandi tillögu sáttasemjara og viljað samþykkja hana. Ekki hafi verið hljómgrunnur fyrir því hjá fulltrúum annarra sveitarfélaga. Þá hefur verið opnað á þá umræðu að Reykjavík semji einhliða við leik- og grunnskólakennara.
Samtakamáttur kennara virðist mikill ef marka má Facebook-færslur í gær þar sem kennarar um allt land greindu frá atvinnuleit sinni en um gjörning var að ræða.
Kennarar í Hafnarfirði hafa boðað til útfarar kennarastarfsins á morgun og Garðbæingar minna á jólasveininn Gluggagægi á Garðatorgi í morgun.

Verkföll standa nú yfir í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Framhaldsskólar eru reknir af ríkinu ólíkt leik- og grunnskólum. Ríkið tók ekki afstöðu til innanhússtillögu sáttasemjara á dögunum sem forsvarsmenn framhaldsskóla hafa gagnrýnt harðlega.
Boðað hefur verið til fundar í kennaradeilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag.