Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2025 23:03 Aþena, lendingarfar Intuitive Machines, er tilbúið á skotpalli í Kennedy-miðstöðinni í Flórída. NASA Starfsmenn SpaceX, Geimvísíndastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Intuitive Machines ætla að senda lendingarfar af stað til tunglsins í kvöld. Þetta er annað slíka lendingarfar IM en það síðasta var fyrsta bandaríska geimfarið sem lenti á tunglinu í rúma hálfa öld. Var það einnig í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki lenti fari á tunglinu. Það geimfar hét Ódysseifur en virkaði í einungis nokkra daga sökum þess að það lenti með um þrjátíu gráðu halla. Sjá einnig: Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Lendingarfarið sem sent verður af stað til tunglsins í kvöld, gangi allt eftir, ber nafnið Aþena. Ferðin til tunglsins mun taka um eina viku og stendur til að reyna að lenda því þar á fimmtudaginn í næstu viku. Aþena ber vísindabúnað sem nota á til að rannsaka yfirborð tunglsins og undirbúa mannaðar ferðir til tunglins. Bor verður notaður til að rannsaka tunglryk og hvort finna megi einhver efni i því, þar sem fari á að lenda á sléttu sem kallast Mons Mouton, nærri suðurpól tunglsins. The Moon is so close, we can taste it!New footage from @Firefly_Space shows their lunar lander's view from 60 miles (100 km) above the Moon. Blue Ghost will land at Mare Crisium, on the near side of the Moon, on March 2, no earlier than 3:34am ET (0834 UTC). pic.twitter.com/EBZyXHEerL— NASA Artemis (@NASAArtemis) February 26, 2025 Samferða Aþenu veðrur geimfarið Lunar Trailblazer frá NASA. Því geimfari er ætlað að fara á sporbraut um tunglið og á að nota það til að skrásetja ís á tunglinu. Slíkan ís má finna í gígum á tunglinu. Litlar líkur eru á því að veðrið muni koma niður á geimskotinu, sem á að eiga sér stað korter yfir tólf í nótt. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í apríl á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Upprunalega stóð til að senda geimfarana til tunglsins í nóvember en því var nýverið frestað. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað um mitt ári 2027. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Var það einnig í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki lenti fari á tunglinu. Það geimfar hét Ódysseifur en virkaði í einungis nokkra daga sökum þess að það lenti með um þrjátíu gráðu halla. Sjá einnig: Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Lendingarfarið sem sent verður af stað til tunglsins í kvöld, gangi allt eftir, ber nafnið Aþena. Ferðin til tunglsins mun taka um eina viku og stendur til að reyna að lenda því þar á fimmtudaginn í næstu viku. Aþena ber vísindabúnað sem nota á til að rannsaka yfirborð tunglsins og undirbúa mannaðar ferðir til tunglins. Bor verður notaður til að rannsaka tunglryk og hvort finna megi einhver efni i því, þar sem fari á að lenda á sléttu sem kallast Mons Mouton, nærri suðurpól tunglsins. The Moon is so close, we can taste it!New footage from @Firefly_Space shows their lunar lander's view from 60 miles (100 km) above the Moon. Blue Ghost will land at Mare Crisium, on the near side of the Moon, on March 2, no earlier than 3:34am ET (0834 UTC). pic.twitter.com/EBZyXHEerL— NASA Artemis (@NASAArtemis) February 26, 2025 Samferða Aþenu veðrur geimfarið Lunar Trailblazer frá NASA. Því geimfari er ætlað að fara á sporbraut um tunglið og á að nota það til að skrásetja ís á tunglinu. Slíkan ís má finna í gígum á tunglinu. Litlar líkur eru á því að veðrið muni koma niður á geimskotinu, sem á að eiga sér stað korter yfir tólf í nótt. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í apríl á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Upprunalega stóð til að senda geimfarana til tunglsins í nóvember en því var nýverið frestað. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað um mitt ári 2027.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira