Sport

Píla festist í fæti keppanda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Schindler dregur píluna úr ökkla sínum.
Martin Schindler dregur píluna úr ökkla sínum.

Undarleg uppákoma varð í viðureign Martins Schindler og Jonnys Clayton á UK Open Darts í gær.

Schindler tapaði leiknum, 10-4, en hans verður helst minnst fyrir stórfurðulega uppákomu í þrettánda legg.

Schindler kom sér þá fyrir og kastaði pílunni í spjaldið. Það tókst ekki betur en svo en hún skaust aftur til baka og í festist í ökkla Schindlers.

Þjóðverjinn var fljótur að gefa til kynna að það væri í lagi með hann og Clayton gat ekki annað en hlegið að öllu saman.

Clayton er kominn í undanúrslit Opna breska mótsins eftir að hafa sigrað Michael Smith í átta manna úrslitunum, 10-8.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×