Sport

Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Luke Littler fagnar um helgina.
Luke Littler fagnar um helgina. vísir/getty

Píluundrið Luke Littler nýtti tap Man. Utd gegn Fulham í bikarnum á jákvæðan hátt í gær.

Littler er harður stuðningsmaður United og fékk fréttirnar af tapinu rétt fyrir undanúrslitaleikinn gegn Jonny Clayton á Opna breska meistaramótinu.

Hann vann Clayton og í úrslitaleiknum þá gjörsamlega pakkaði hann James Wade saman. Úrslitaleikurinn fór 11-2.

„Er ég frétti af tapinu þá kveikti það á mér. Ég var reiður. Staðan var þá 5-5 gegn Clayton,“ sagði Littler en hann vann sex af næstu sjö leggjum leiksins til að komast í úrslit.

„Þetta var mót sem ég virkilega vildi vinna. Ég var að mæta hingað í þriðja sinn og nú kom það hjá mér.“

Wade bauð ekki upp á neinar afsakanir eftir tapið í úrslitaleiknum. Hann sagði að Littler hefði algjörlega valtað yfir sig og hann hefði einfaldlega ekki átt nein svör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×