„Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Aron Guðmundsson skrifar 4. mars 2025 07:32 Ísak Steinsson fær tækifærið til þess að spreita sig með íslenska landsliðinu í komandi verkefni liðsins í undankeppni EM. Björgvin Páll situr eftir heima. Vísir/Samsett mynd Markvörðurinn Ísak Steinsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM. „Mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli,“ segir landsliðsþjálfarinn sem telur reynsluboltann Björgvin Pál vera hundfúlan að vera ekki í liðinu. Eins og rakið var í grein hér á Vísi á dögunum hefur Ísak verið að standa sig vel með norska úrvalsdeildarfélaginu Drammen. Ísak er nítján ára gamall og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Snorri Steinn vildi gefa honum landsliðsreynslu í komandi verkefni gegn Grikkjum, tveimur leikjum í undankeppni EM í næstu viku. Sjá Ísak í því umhverfi en ítrekaði þó á blaðamannafundinum í gær þegar landsliðshópurinn var opinberaður, að það gerði hann ekki sökum þess að reynsluboltinn Björgvin Páll hafi staðið sig eitthvað illa í síðasta verkefni. „Hann er búinn æfa með okkur í tvö til þrjú skipti, stóð sig vel með U-20 ára liðinu síðasta sumar og stendur sig vel með sínu liði í Noregi. Er bara efnilegur, mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli. Koma honum hægt og rólega inn í okkar hluti. Mjaka einhverri reynslu á hann. Það er erfitt í landsliðsbolta. Þetta eru ekki það margir gluggar og leikir.“ „Þetta er einn liður í því að auka breiddina, búa til markvörð svo við höfum úr fleiri vopnum að velja þar. En ég ítreka það sem að ég sagði á fundinum að þetta er ekki val af því að ég var eitthvað óánægður með Björgvin í síðasta verkefni. Hann og Viktor Gísli eru enn okkar sterkasta markvarðapar að mínu mati. En ef þú ætlar að hugsa eitthvað lengra fram í tímann þá finnst mér við þurfa að gera svona hluti.“ Björgvin hefur væntanlega sýnt þessu skilning eða hvað? „Ég held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu ef ég þekki hann rétt. Ég þekki hann mjög vel og það eru fáir meiri keppnismenn en hann. Ef hann er ánægður með það þá erum við á villigötum. Ég vona að menn séu ekki sammála mér.“ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Eins og rakið var í grein hér á Vísi á dögunum hefur Ísak verið að standa sig vel með norska úrvalsdeildarfélaginu Drammen. Ísak er nítján ára gamall og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Snorri Steinn vildi gefa honum landsliðsreynslu í komandi verkefni gegn Grikkjum, tveimur leikjum í undankeppni EM í næstu viku. Sjá Ísak í því umhverfi en ítrekaði þó á blaðamannafundinum í gær þegar landsliðshópurinn var opinberaður, að það gerði hann ekki sökum þess að reynsluboltinn Björgvin Páll hafi staðið sig eitthvað illa í síðasta verkefni. „Hann er búinn æfa með okkur í tvö til þrjú skipti, stóð sig vel með U-20 ára liðinu síðasta sumar og stendur sig vel með sínu liði í Noregi. Er bara efnilegur, mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli. Koma honum hægt og rólega inn í okkar hluti. Mjaka einhverri reynslu á hann. Það er erfitt í landsliðsbolta. Þetta eru ekki það margir gluggar og leikir.“ „Þetta er einn liður í því að auka breiddina, búa til markvörð svo við höfum úr fleiri vopnum að velja þar. En ég ítreka það sem að ég sagði á fundinum að þetta er ekki val af því að ég var eitthvað óánægður með Björgvin í síðasta verkefni. Hann og Viktor Gísli eru enn okkar sterkasta markvarðapar að mínu mati. En ef þú ætlar að hugsa eitthvað lengra fram í tímann þá finnst mér við þurfa að gera svona hluti.“ Björgvin hefur væntanlega sýnt þessu skilning eða hvað? „Ég held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu ef ég þekki hann rétt. Ég þekki hann mjög vel og það eru fáir meiri keppnismenn en hann. Ef hann er ánægður með það þá erum við á villigötum. Ég vona að menn séu ekki sammála mér.“
Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira