„Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 08:30 Jonathan David bendir á Hákon Arnar Haraldsson eftir mark gegn Feyenoord í Meistaradeildinni. Getty/Rico Brouwer Íslensk-kanadíska samvinnan í fremstu víglínu hjá franska fótboltaliðinu Lille hefur óhjákvæmilega vakið athygli í vetur. Það reynir á hana í kvöld í samkeppni við markahæsta leikmann Meistaradeildar Evrópu. Dortmund tekur á móti Lille í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hákon Arnar Haraldsson snýr þá aftur á hinn fræga heimavöll Dortmund, Westfalenstadion, eftir að hafa áður spilað þar með FC Kaupmannahöfn. „Þarna eru 80.000 manns, það er mikið, og það var fallegt að sjá „gula vegginn“. En ég tapaði leiknum [3-0] svo að vonandi vinn ég núna,“ er haft eftir Hákoni í grein La Croix. Þar er fjallað um samvinnu Hákonar og Anthony David, markahæsta landsliðsmanns Kanada frá upphafi. Mörk Lille koma oftar en ekki í gegnum samstarf þeirra en í kvöld er hætta á að þeir verði í skugganum af Serhou Guirassy sem skorað hefur tíu mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni og er þar markahæstur. Serhou Guirassy hefur þegar skorað tíu mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur.Getty/Selim Sudheimer David, sem er 25 ára og því fjórum árum eldri en Hákon, hefur skorað 21 mark og átt níu stoðsendingar í öllum keppnum í vetur. Hákon hefur svo verið á mikilli uppleið síðustu mánuði, eftir að hafa jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum meðal annars frá landsleikjunum síðasta haust. Hann hefur nú skorað sex mörk og átt fjórar stoðsendingar en er ekki síður mikilvægur fyrir Lille vegna þeirrar „brjálæðislegu orku“ sem hann býr yfir, eins og það er orðað í La Croix. Bruno Genesio, þjálfari Lille, sagði um Hákon eftir tvennuna sem hann skoraði í 2-1 sigri á Monaco 22. febrúar: „Hann er að þróast, fullur af sjálfstrausti. Hann getur leyst nokkrar stöður eins og fleiri í hópnum. Hann verður skilvirkari með hverjum leiknum. Hann er að komast á nýtt stig á þessu ári og er orðinn meira afgerandi.“ Hákon Arnar Haraldsson er orðinn mikilvægur leikmaður fyrir Lille.Getty/Catherine Steenkeste Genesio ræddi einnig um samstarf David og Hákonar, á blaðamannafundi í gær: „Það er rétt að þeir eru með alveg sérstakt tæknisamband. Góðir leikmenn, sem spila fyrir liðið, mynda óhjákvæmilega svona samband. Þeir tveir vilja spila saman og leggja mikið á sig fyrir liðið, stundum með vinnu sem sést ekki en býr til mikið pláss fyrir aðra. Þeir eru báðir með tæknilega getu sem er vel yfir meðallagi og það kemur ekki á óvart að þeir nái svona saman innan vallar,“ sagði Genesio. Niko Kovac, þjálfari Dortmund, virtist uppteknari af því að stöðva David þegar hann ræddi um mótherja sína fyrir kvöldið: „Við höfum auðvitað þekkt David frá Lille-liðinu sem vann titilinn [2021 í Frakklandi] og hann hefur þróast mikið síðan. Við þekkjum hans hæfileika og ég held að hann muni fara frá Frakklandi því það eru stór lið á eftir honum. En hann er ekki eina hættan. Lille spilar góðan fótbolta og Bruno Genesio hjálpar leikmönnum að þróa sinn leik.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Dortmund tekur á móti Lille í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hákon Arnar Haraldsson snýr þá aftur á hinn fræga heimavöll Dortmund, Westfalenstadion, eftir að hafa áður spilað þar með FC Kaupmannahöfn. „Þarna eru 80.000 manns, það er mikið, og það var fallegt að sjá „gula vegginn“. En ég tapaði leiknum [3-0] svo að vonandi vinn ég núna,“ er haft eftir Hákoni í grein La Croix. Þar er fjallað um samvinnu Hákonar og Anthony David, markahæsta landsliðsmanns Kanada frá upphafi. Mörk Lille koma oftar en ekki í gegnum samstarf þeirra en í kvöld er hætta á að þeir verði í skugganum af Serhou Guirassy sem skorað hefur tíu mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni og er þar markahæstur. Serhou Guirassy hefur þegar skorað tíu mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur.Getty/Selim Sudheimer David, sem er 25 ára og því fjórum árum eldri en Hákon, hefur skorað 21 mark og átt níu stoðsendingar í öllum keppnum í vetur. Hákon hefur svo verið á mikilli uppleið síðustu mánuði, eftir að hafa jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum meðal annars frá landsleikjunum síðasta haust. Hann hefur nú skorað sex mörk og átt fjórar stoðsendingar en er ekki síður mikilvægur fyrir Lille vegna þeirrar „brjálæðislegu orku“ sem hann býr yfir, eins og það er orðað í La Croix. Bruno Genesio, þjálfari Lille, sagði um Hákon eftir tvennuna sem hann skoraði í 2-1 sigri á Monaco 22. febrúar: „Hann er að þróast, fullur af sjálfstrausti. Hann getur leyst nokkrar stöður eins og fleiri í hópnum. Hann verður skilvirkari með hverjum leiknum. Hann er að komast á nýtt stig á þessu ári og er orðinn meira afgerandi.“ Hákon Arnar Haraldsson er orðinn mikilvægur leikmaður fyrir Lille.Getty/Catherine Steenkeste Genesio ræddi einnig um samstarf David og Hákonar, á blaðamannafundi í gær: „Það er rétt að þeir eru með alveg sérstakt tæknisamband. Góðir leikmenn, sem spila fyrir liðið, mynda óhjákvæmilega svona samband. Þeir tveir vilja spila saman og leggja mikið á sig fyrir liðið, stundum með vinnu sem sést ekki en býr til mikið pláss fyrir aðra. Þeir eru báðir með tæknilega getu sem er vel yfir meðallagi og það kemur ekki á óvart að þeir nái svona saman innan vallar,“ sagði Genesio. Niko Kovac, þjálfari Dortmund, virtist uppteknari af því að stöðva David þegar hann ræddi um mótherja sína fyrir kvöldið: „Við höfum auðvitað þekkt David frá Lille-liðinu sem vann titilinn [2021 í Frakklandi] og hann hefur þróast mikið síðan. Við þekkjum hans hæfileika og ég held að hann muni fara frá Frakklandi því það eru stór lið á eftir honum. En hann er ekki eina hættan. Lille spilar góðan fótbolta og Bruno Genesio hjálpar leikmönnum að þróa sinn leik.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð