Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Aron Guðmundsson skrifar 6. mars 2025 07:30 Daníel Ingi Egilsson, Íslandsmethafi í langstökki Íslandsmethafinn í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, sér ekki eftir því að hafa tekið stökkið út til Svíþjóðar í fyrra, þó svo að dvölin þar hafi verið einmanaleg og árangurinn ekki eins og hann vildi. Þolinmæði þrautir vinnur allar og í kvöld hefur hann leika á EM. Síðasta ár var viðburðaríkt fyrir Daníel. Hann stórbætti meðal annars þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki og tók síðan metnaðarfullt og spennandi skref út til Svíþjóðar þar sem að hann æfir nú handleiðslu hins reynslumikla Yannick Tregaro sem hefur þjálfað íþróttafólk til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum. „Þetta er búið að vera mjög gaman en er erfiðara sagt en gert,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. „Maður getur fundið fyrir smá einmanaleika sökum þess að búa einn þarna úti. Þar hefur maður ekki sitt hefðbundna umhverfi og því hefur það tekið smá á og verið erfitt. Maður aðlagast þessu á endanum, þarf að gefa þessu smá tíma. Á heildina litið hefur þetta samt verið skemmtilegt og gaman. Ég sé ekki eftir að hafa gert þessar breytingar en þarf á sama tíma að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvað gerist.“ „Ég er búinn að vera í smá lægð árangurslega séð. Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig sem segir að maður þurfi að gefa þessu tíma og vera þolinmóður. Sem er alveg rétt því breytingar hafa mikil áhrif á mann þó svo að maður geri sér ekki grein fyrir því. Daníel hefur leika á Evrópumótinu innanhúss í kvöld og er vel stemmdur. „Undirbúningurinn fyrir það er í gangi núna. Markmiðið að gera sitt allra besta. Væri frábært að geta komist í úrslit en ég ætla ekki að svekkja mig þótt ég komist ekki í úrslit því að þetta er bara mitt annað stórmót. Maður er bara rétt að byrja. Maður gerir sitt allra besta úti, leggur allt í sölurnar á brautinni.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Sjá meira
Síðasta ár var viðburðaríkt fyrir Daníel. Hann stórbætti meðal annars þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki og tók síðan metnaðarfullt og spennandi skref út til Svíþjóðar þar sem að hann æfir nú handleiðslu hins reynslumikla Yannick Tregaro sem hefur þjálfað íþróttafólk til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum. „Þetta er búið að vera mjög gaman en er erfiðara sagt en gert,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. „Maður getur fundið fyrir smá einmanaleika sökum þess að búa einn þarna úti. Þar hefur maður ekki sitt hefðbundna umhverfi og því hefur það tekið smá á og verið erfitt. Maður aðlagast þessu á endanum, þarf að gefa þessu smá tíma. Á heildina litið hefur þetta samt verið skemmtilegt og gaman. Ég sé ekki eftir að hafa gert þessar breytingar en þarf á sama tíma að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvað gerist.“ „Ég er búinn að vera í smá lægð árangurslega séð. Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig sem segir að maður þurfi að gefa þessu tíma og vera þolinmóður. Sem er alveg rétt því breytingar hafa mikil áhrif á mann þó svo að maður geri sér ekki grein fyrir því. Daníel hefur leika á Evrópumótinu innanhúss í kvöld og er vel stemmdur. „Undirbúningurinn fyrir það er í gangi núna. Markmiðið að gera sitt allra besta. Væri frábært að geta komist í úrslit en ég ætla ekki að svekkja mig þótt ég komist ekki í úrslit því að þetta er bara mitt annað stórmót. Maður er bara rétt að byrja. Maður gerir sitt allra besta úti, leggur allt í sölurnar á brautinni.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Sjá meira
Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01