Kvöldið snýst um tuttugustu umferðina í Bónus deild karla í körfubolta en fjórir leikir verða sýndir beint í kvöld.
Það verður Reykjavíkurslagur á milli ÍR og KR og frændliðin Haukar og Valur mætast á Ásvöllum.
Það verður líka hart barist á Króknum þar sem Keflvíkingar heimsækja Tindastólsmenn en Höttur tekur síðan á móti Þór frá Þorlákshöfn.
Það verður hægt að horfa á alla leikina í beinni en einnig er hægt að fylgjast með þeim öllum í einu í Skiptiborðinu. Leikir kvöldsins verða síðan að lokum gerðir upp í Tilþrifunum.
Sextán liða úrslitin hefjast í kvöld í bæði Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni í fótbolta.
Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad fá Manchester United í heimsókn í Evrópudeildinni og Tottenham heimsækir AZ Alkmaar.
FCK Kaupmannahöfn fær Chelsea í heimsókn í Sambandsdeildinni og Albert Guðmundssson og félagar í Fiorentina heimsækja Víkingsbanana í Panathinaikos.
Hestarnir verða í sviðsljósinu á Blue Lagoon mótaröðinni en í dag er keppt í fimmgangi í Samskipahöllinni í Spretti.
Það verður einnig sýnt frá golfmótum á LPGA mótaröðinni, R&A mótaröðinni og DP World Tour.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.10 hefst Skiptiborðið þar sem verður á sama tíma fylgst með öllum leikjum kvöldsins í Bónus deild karla í körfubolta.
Klukkan 21.10 hefjast Tilþrifin þar sem verður farið yfir leikina fjóra sem voru á dagskrá í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik AZ Alkmaar og Tottenham í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Roma og Athletic Bilbao í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 07.00 hefst útsending frá Women's Amateur Asia-Pacific Championship í golfi.
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Fenerbahce og Rangers í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Pafos og Djurgården í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 04.00 hefst útsending frá Blue Bay á LPGA mótaröðinni í golfi.
Klukkan 11.00 hefst útsending frá Joburg Open golfmótinu á DP World Tour.
Klukkan 17.30 hefst útsending frá leik Panathinaikos og Fiorentina í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Jagiellonia og Cercle Brugge í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik ÍR og KR í Bónus deild karla í körfubolta.
Vodafone Sport
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Real Sociedad og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Ajax og Frankfurt í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.
Bónus deildar rásin
Klukkan 19.00 er á dagskrá upphitun fyrir GAZ-leik kvöldsins.
Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik Tindastóls og Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta.
Bónus deildar rás 2
Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik Hauka og Vals í Bónus deild karla í körfubolta.
Bónus deildar rás 3
Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik Hattar og Þór Þorl. í Bónus deild karla í körfubolta.
Eiðfaxa rásin
Klukkan 17.00 hefst útsending frá Blue Lagoon mótaröðinni en keppt er í fimmgangi í Samskipahöllinni í Spretti.