Í 3. lotu í leik gegn Washington Nationals á þriðjudaginn náði Walker boltanum. En eftir að hann kastaði honum í burtu var ljóst að eitthvað var ekki í lagi.
Walker kenndi sér nefnilega meins í hnénu eftir að hafa stigið á úðara á grasinu. Hann yfirgaf völlinn áður en lotan kláraðist.
Hné Walkers bólgnaði á miðvikudaginn og hann fór í kjölfarið í skoðun. Blessunarlega fyrir hann sáust engar meiri háttar skemmdir á hnénu.
Cardinals ákváðu hins vegar að hvíla Walker í viku og taka stöðuna eftir það.