Erlent

Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Gene Hackman og eiginkona hans Betsy Arakawa á Golden Globe verðlaunahátíðinni 2003.
Gene Hackman og eiginkona hans Betsy Arakawa á Golden Globe verðlaunahátíðinni 2003. Getty

Betsy Arakawa, eiginkona leikarans Gene Hackman, er talin hafa látist viku á undan Hackman. Hún lést vegna sjaldgæfs smitsjúkdóms en hann vegna hjartasjúkdóms.

Hackman og Arakawa fundust látin á heimili sínu í Nýju-Mexíkó ríki 26. febrúar. Hackman var 95 ára en Arakawa 63 ára. Við rannsókn málsins lýsti lögreglan dauða þeirra sem „grunsamlegum.

Arakawa er talin hafa látist þann 11. febrúar vegna hnatavírus lungnaheilkenni sem er mjög sjaldgæfur smitsjúkdómur. Sjúkdómurinn dreifist með sýktum nagdýraskít.

Hackman lést vegna hjartasjúkdóms þann 18. febrúar og var einnig með Alzheimers á seinni stigum. 

Heather Jarrell læknir greindi frá niðurstöðunum á blaðamannafundi í dag samkvæmt umfjöllun SkyNews. Hún sagði það mögulegt að Hackman hafi ekki vitað eða tekið eftir því að konan hans hafi látist.

Hundur hjónanna fannst einnig dauður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×