Jason Daði átti stutta sendingu úr aukaspyrnu á Jayden Luker sem skoraði jöfnunarmark Grimsby á 21. mínútu. Grimsby komst svo yfir úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik og Luker skoraði svo annað mark sitt á 66. mínútu.
Með sigrinum er Grimsby komið upp í umspilssæti, 7. sæti deildarinnar, með 56 stig en liðin í 4.-7. sæti spila um fjórða og síðasta lausa sætið í C-deildinni á næstu leiktíð.
Benoný Breki Andrésson þarf áfram að bíða eftir sínu fyrsta tækifæri í byrjunarliði Stockport County, þrátt fyrir að hafa skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum.
Hann kom ekki inn á í dag fyrr en á 76. mínútu og tókst ekki frekar en liðsfélögum sínum að skora, í markalausu jafntefli við Charlton.
Stockport er því með 62 stig í 4. sæti C-deildarinnar en liðin í kring eiga 1-2 leiki til góða núna. Charlton er í 5. sætinu með 60 stig og einn leik til góða. Í C-deildinni komast efstu tvö liðin beint upp um deild en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið.