Erlent

For­seti Suður-Kóreu leystur úr haldi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Yoon veifaði fólki eftir að honum var sleppt úr haldi.
Yoon veifaði fólki eftir að honum var sleppt úr haldi. Vísir/EPA

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli.

Stuðningsmenn forsetans fögnuðu honum vel og innilega þegar hann gekk frjáls í dag, eftir fimmtíu og tvo daga í haldi. 

Þrátt fyrir að þingið hafi sett Yoon af á sínum tíma er hann enn tæknilega forseti landsins því stjórnlagadómstóll á eftir að úrskurða í máli hans. 

Yfir fimmtíu þúsund stuðningsmenn forsetans söfnuðust saman í höfuðborginni Seúl til að fagna frelsi forsetans, en hann mun þurfa að koma fyrir dóm síðar á þessu ári. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða jafnvel dauðarefsingu.


Tengdar fréttir

Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur gefið yfirvöldum í landinu handtökuheimild á hendur Yoon Suk Yeo forseta Suður-Kóreu í tengslum við lögreglurannsókn á herlögum sem hann hugðist setja fyrr í mánuðinum. Heimildin er fordæmalaus. 

Ákæra líka starfandi for­seta til em­bættis­missis

Suðurkóreska þingið hefur samþykkt að ákæra Han Duck-soo, starfandi forseta landsins, til embættismissis. Þetta gerist tveimur vikum eftir að samþykkt var að gera slíkt hið sama við forsetann Yoon Suk Yeol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×