Erlent

6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Engar fregnir hafa borist af slysum eða skemmdum af völdum skjálftans.
Engar fregnir hafa borist af slysum eða skemmdum af völdum skjálftans. Arterra/Getty Images

Öflugur jarðskjálfti sem mældist 6.5 stig að stærð reið yfir í grennd við Jan Mayen um klukkan hálfþrjú í nótt.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi komið vel fram á mælum hér á landi en að þó sé erfitt að staðsetja hann nákvæmlega eða fá nákvæma staðsetningu. 

Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út en skjálftin virðist hafa átt upptök sín út í hafi á um tíu kílómetra dýpi, 36 kílómetra norð-norðaustur af þorpinu Olonkinbyen á Jan Mayen, þar sem um 20 hafast við á hverjum tíma. 

Engar fregnir hafa borist af tjóni af völdum skjálftans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×