Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Jónas Sen skrifar 11. mars 2025 07:03 Flutningur Víkings Heiðars Ólafssonar á Keisarakonserti Beethoven var hápunktur kvöldsins. Jónas Sen Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Jón Leifs, Ludwig van Beethoven og Richard Strauss. Eldborg í Hörpu föstudaginn 7. mars. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli, og tónleikarnir á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu voru hátíðlegir. Dagskráin var fjölbreytt og endurspeglaði metnað hljómsveitarinnar til að tefla saman nýjum og eldri tónsmíðum. Hins vegar má segja að samsetningin hafi verið misjöfn að gæðum og hefði ef til vill notið sín enn betur með skýrari listrænni heildarsýn. Aðeins tvær mínútur Kvöldið hófst á stuttu en eftirminnilegu verki, Glöðuspröðu, eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Það reyndist aðeins tvær mínútur að lengd. Þetta er áreiðanlega ein stysta tónsmíð sem flutt hefur verið á slíkum tónleikum, en var engu að síður bæði fjörleg og snotur. Tónmálið virtist flæða af fingrum fram, og handahófskenndi karakterinn gaf hljómsveitinni kjörið tækifæri til að fá útrás fyrir leikgleði. Spriklandi lokahnykkurinn vakti sannarlega eftirtekt og báru vitni um flotta hæfileika og hugvitsemi tónskáldsins. Keisarakonsertinn skín Hápunktur kvöldsins var þó án efa flutningur Víkings Heiðars Ólafssonar á Keisarakonserti Beethovens, sem er sá síðasti eftir meistarann. Verkið ber með sér yfirvegun, reisn og ákveðna innri dýpt, ekki síst í hinum hugljúfa hæga kafla. Þar liggur hjarta konsertsins, og Víkingur Heiðar miðlaði honum af næmni og einlægni, með innblásinni hendingamótun og hnitmiðuðum tónblæ. Hljómsveitin fylgdi einleikaranum af nákvæmni undir stjórn Evu Ollikainen, og saman sköpuðu þau heilsteypta og áhrifamikla upplifun. Ánægjulegt var að skynja þessa einstöku samvinnu flytjenda og finna hvernig samspilið gaf verkinu enn meiri dýpt. Ósannfærandi Darraðarljóð Ekki náði þó allt á tónleikunum sömu hæðum. Verk Jóns Leifs, Darraðarljóð, sem hér var frumflutt, vakti upp spurningar, bæði um tónsmíðina sjálfa og útfærsluna. Tónlist Jóns er oft lofuð fyrir að fanga dramatík íslenskrar náttúru, en hér virtist dramatíkin vera fremur einhæf og á köflum ofhlaðin. Darraðarljóð er fornt víkingakvæði, þar sem vættir vefa örlög hermanna – líkingamál sem undirstrikar óumflýjanleika örlaganna í bardaga. Þetta harðneskjulega inntak speglaðist vissulega í tónmáli Jóns, en túlkunin var ekki nægilega sannfærandi, og sjálf tónlistin ekki heldur, til að miðla þeirri dulúð og skelfingu sem ljóðið býr yfir. Rytmískt ósamræmi á milli kóra Hallgrímskirkju og Langholtskirkju annars vegar og hljómsveitarinnar hins vegar virtist vera helsti galli flutningsins. Á köflum var heildarmyndin sundurlaus frekar en skýr og markviss. Tónsmíðin sjálf minnti auk þess helst á villt bjarndýr, hún samanstóð af barsmíðum og öskrum sem urðu þreytandi til lengdar. Eins og áður sagði miðlaði tónlistin harðneskjunni í ljóðinu, en skáldskapurinn er meira en bara það. Þetta er mögnuð sýn á kyngi og forna bardaga og ég tel að tónskáldið mátt vinna betur með forneskjulegt, töfrakennt andrúmsloft þess og fara meira á dýptina í stað einhæfrar, hrárrar aflbeitingar og klisjukenndra stílbragða úr eldri verkum. Útkoman var fremur klén, satt best að segja. Hetjulíf Strauss – sjálfhverf glæsivíma Að lokum var flutt stórvirkið Ein Heldenleben, Hetjulíf, eftir Richard Strauss. Eva Ollikainen stjórnaði af öryggi, og hamslaus túlkunin var í góðu jafnvægi við upphafið og dramatískt snið verksins. Strauss hefur hér skapað tónlistarlega sjálfsmynd sem er nánast of uppblásin til að taka alvarlega. Verkið er nærri 50 mínútna langur lofgjörðarsöngur um sjálft tónskáldið, litaður mjög af dramatískum bardögum við gagnrýnendur og sírópskenndri ástartjáningu til eiginkonu hans. Lúðrablásturinn í „hetjudáðunum“ er yfirþyrmandi, og gagnrýnendur eru skopstæltir í taugaveikluðum tréblæstri sem minna á frekjukast frekar en háþróaða tónlistarlega ádeilu. Ástarsenan er væmin, nánast óþægilega yfirborðskennd, og endalokin eru glansandi sjálfsupphafning án teljandi djúprar merkingar. Hljómsveitin stóð þó undir kallinu og hljómaði einlæg, kraftmikil og nákvæm. Samspilið var gott og mismunandi hljóðfærahópar voru með sitt á hreinu. Ollikainen reyndi að draga úr væmni tónlistarinnar og lagði fremur áherslu á dulúð, sem fór henni vel. Kannski má segja að túlkunin hafi bjargað því sem bjarga mátti, því verkið í heild var svo sjálfhverft að maður vissi ekki hvort ætti að taka það alvarlega eða hlæja að því. Niðurstaða Í heildina var hér um að ræða eftirminnilega afmælishátíð, þar sem gleðin og fjölbreytnin náðu stundum hæstu hæðum en urðu annars staðar nokkuð úr takti. Það breytir þó ekki því að tónleikarnir voru sannkallað tónlistarlegt veisluborð fyrir gestina í Eldborg. Sérstaklega var ánægjulegt að upplifa frábæran flutning á Beethoven, sem fangaði anda konsertsins af tilfinningaþrunginni virðingu, og sýndi um leið hversu öflug íslensk tónlistarsena getur verið þegar allt smellur saman. Slík upplifun er einmitt það sem við viljum sjá og heyra á afmælisári Sinfóníuhljómsveitarinnar – samruni metnaðar, sköpunar og krafts. Gagnrýni Jónasar Sen Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Tónleikar á Íslandi Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli, og tónleikarnir á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu voru hátíðlegir. Dagskráin var fjölbreytt og endurspeglaði metnað hljómsveitarinnar til að tefla saman nýjum og eldri tónsmíðum. Hins vegar má segja að samsetningin hafi verið misjöfn að gæðum og hefði ef til vill notið sín enn betur með skýrari listrænni heildarsýn. Aðeins tvær mínútur Kvöldið hófst á stuttu en eftirminnilegu verki, Glöðuspröðu, eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Það reyndist aðeins tvær mínútur að lengd. Þetta er áreiðanlega ein stysta tónsmíð sem flutt hefur verið á slíkum tónleikum, en var engu að síður bæði fjörleg og snotur. Tónmálið virtist flæða af fingrum fram, og handahófskenndi karakterinn gaf hljómsveitinni kjörið tækifæri til að fá útrás fyrir leikgleði. Spriklandi lokahnykkurinn vakti sannarlega eftirtekt og báru vitni um flotta hæfileika og hugvitsemi tónskáldsins. Keisarakonsertinn skín Hápunktur kvöldsins var þó án efa flutningur Víkings Heiðars Ólafssonar á Keisarakonserti Beethovens, sem er sá síðasti eftir meistarann. Verkið ber með sér yfirvegun, reisn og ákveðna innri dýpt, ekki síst í hinum hugljúfa hæga kafla. Þar liggur hjarta konsertsins, og Víkingur Heiðar miðlaði honum af næmni og einlægni, með innblásinni hendingamótun og hnitmiðuðum tónblæ. Hljómsveitin fylgdi einleikaranum af nákvæmni undir stjórn Evu Ollikainen, og saman sköpuðu þau heilsteypta og áhrifamikla upplifun. Ánægjulegt var að skynja þessa einstöku samvinnu flytjenda og finna hvernig samspilið gaf verkinu enn meiri dýpt. Ósannfærandi Darraðarljóð Ekki náði þó allt á tónleikunum sömu hæðum. Verk Jóns Leifs, Darraðarljóð, sem hér var frumflutt, vakti upp spurningar, bæði um tónsmíðina sjálfa og útfærsluna. Tónlist Jóns er oft lofuð fyrir að fanga dramatík íslenskrar náttúru, en hér virtist dramatíkin vera fremur einhæf og á köflum ofhlaðin. Darraðarljóð er fornt víkingakvæði, þar sem vættir vefa örlög hermanna – líkingamál sem undirstrikar óumflýjanleika örlaganna í bardaga. Þetta harðneskjulega inntak speglaðist vissulega í tónmáli Jóns, en túlkunin var ekki nægilega sannfærandi, og sjálf tónlistin ekki heldur, til að miðla þeirri dulúð og skelfingu sem ljóðið býr yfir. Rytmískt ósamræmi á milli kóra Hallgrímskirkju og Langholtskirkju annars vegar og hljómsveitarinnar hins vegar virtist vera helsti galli flutningsins. Á köflum var heildarmyndin sundurlaus frekar en skýr og markviss. Tónsmíðin sjálf minnti auk þess helst á villt bjarndýr, hún samanstóð af barsmíðum og öskrum sem urðu þreytandi til lengdar. Eins og áður sagði miðlaði tónlistin harðneskjunni í ljóðinu, en skáldskapurinn er meira en bara það. Þetta er mögnuð sýn á kyngi og forna bardaga og ég tel að tónskáldið mátt vinna betur með forneskjulegt, töfrakennt andrúmsloft þess og fara meira á dýptina í stað einhæfrar, hrárrar aflbeitingar og klisjukenndra stílbragða úr eldri verkum. Útkoman var fremur klén, satt best að segja. Hetjulíf Strauss – sjálfhverf glæsivíma Að lokum var flutt stórvirkið Ein Heldenleben, Hetjulíf, eftir Richard Strauss. Eva Ollikainen stjórnaði af öryggi, og hamslaus túlkunin var í góðu jafnvægi við upphafið og dramatískt snið verksins. Strauss hefur hér skapað tónlistarlega sjálfsmynd sem er nánast of uppblásin til að taka alvarlega. Verkið er nærri 50 mínútna langur lofgjörðarsöngur um sjálft tónskáldið, litaður mjög af dramatískum bardögum við gagnrýnendur og sírópskenndri ástartjáningu til eiginkonu hans. Lúðrablásturinn í „hetjudáðunum“ er yfirþyrmandi, og gagnrýnendur eru skopstæltir í taugaveikluðum tréblæstri sem minna á frekjukast frekar en háþróaða tónlistarlega ádeilu. Ástarsenan er væmin, nánast óþægilega yfirborðskennd, og endalokin eru glansandi sjálfsupphafning án teljandi djúprar merkingar. Hljómsveitin stóð þó undir kallinu og hljómaði einlæg, kraftmikil og nákvæm. Samspilið var gott og mismunandi hljóðfærahópar voru með sitt á hreinu. Ollikainen reyndi að draga úr væmni tónlistarinnar og lagði fremur áherslu á dulúð, sem fór henni vel. Kannski má segja að túlkunin hafi bjargað því sem bjarga mátti, því verkið í heild var svo sjálfhverft að maður vissi ekki hvort ætti að taka það alvarlega eða hlæja að því. Niðurstaða Í heildina var hér um að ræða eftirminnilega afmælishátíð, þar sem gleðin og fjölbreytnin náðu stundum hæstu hæðum en urðu annars staðar nokkuð úr takti. Það breytir þó ekki því að tónleikarnir voru sannkallað tónlistarlegt veisluborð fyrir gestina í Eldborg. Sérstaklega var ánægjulegt að upplifa frábæran flutning á Beethoven, sem fangaði anda konsertsins af tilfinningaþrunginni virðingu, og sýndi um leið hversu öflug íslensk tónlistarsena getur verið þegar allt smellur saman. Slík upplifun er einmitt það sem við viljum sjá og heyra á afmælisári Sinfóníuhljómsveitarinnar – samruni metnaðar, sköpunar og krafts.
Gagnrýni Jónasar Sen Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Tónleikar á Íslandi Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira