Sport

Liver­pool í þremur lík­legustu úr­slita­leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það eru líkur á því að Mohamed Salah komist alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor sem gæti þá verið hans síðasti leikur með félaginu.
Það eru líkur á því að Mohamed Salah komist alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor sem gæti þá verið hans síðasti leikur með félaginu. AFP/Darren Staples

Í kvöld og annað kvöld kemur í ljós hvaða átta lið komast í gegnum sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta. Það er spenna á flestum stöðum nema kannski hjá enska liðinu Arsenal og þýska liðinu Bayern München sem eru bæði í frábærum málum.

Fyrir þessa leiki hafa tölfræðingar verið að leikja sér að reikna út líklegustu úrslitaleikina. Það er búið að draga um alla leikana fram að úrslitaleiknum og liðin vita því hvaða bíður þeirra strax eftir leik.

Tölfræðisíðan Football Meets Data reiknaði síðan út líklegustu úrslitaleikina og þar kom í ljós að Liverpool er í þremur líklegustu úrslitaleikjunum.

Eins og staðan var 9. mars, fyrir þessa seinni leiki í sextán liða úrslitunum, þá er líklegasti úrslitaleikurinn á milli enska liðsins Liverpool og ítalska liðsins Internazionale.

Úrslitaleikur á milli Liverpool og Barcelona er næst líklegastur en á þessum tveimur munar bara 0,8 prósentum.

Þriðji líklegasti úrslitaleikurinn er síðan á milli Liverpool og Bayern München. Líklegasti úrslitaleikurinn án þátttöku Liverpool er síðan leikur á milli Internazionale og Arsenal.

Hér fyrir neðan má sjá þessa líklegustu úrslitaleiki í Meistaradeild Evrópu í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×