Handbolti

Velta því fyrir sér hvort fimm­tán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
HK-ingar fengu kannski silfur í úrslitaleiknum en einn leikmaður liðsins skoraði mögulega mark ársins að mati evrópska handboltasambandsins.
HK-ingar fengu kannski silfur í úrslitaleiknum en einn leikmaður liðsins skoraði mögulega mark ársins að mati evrópska handboltasambandsins. @hkhandbolti

HK-ingurinn Bjarki Freyr Sindrason skoraði stórskemmtilegt mark í bikarúrslitaleik 4. flokks karla í handbolta á Ásvöllum á dögunum.

Markið dugði reyndar ekki til sigurs en það dugði til að koma honum á miðla evrópska handboltasambandsins.

Mark Bjarka Freys var sýnd á miðlum EHF Home of Handball og þar velta menn því fyrir sér hvort það geti mögulega verið mark ársins í handboltanum. Ekki lítið hrós sem strákurinn fær það.

Bjarki sýndi þá hversu úrræðagóður hann var og skoraði með skoti fyrir aftan bak. Aðeins nokkrum dögum síðar hélt hann upp á sextán ára afmælið sitt.

Þetta var eitt af fjórum mörkum hans í úrslitaleiknum en HK tapaði leiknum 31-26 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12.

Brynjar Narfi Arndal skoraði fimmtán mörk fyrir bikarmeistara FH.

Það má sjá markið hans Bjarka hér eða með því að smella hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×