Sport

Fékk rúm­lega sau­tján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Eubank kastar egginu í Conor Benn á blaðamannafundi þeirra í febrúar.
Chris Eubank kastar egginu í Conor Benn á blaðamannafundi þeirra í febrúar. getty/Mark Robinson

Hnefaleikakappinn Chris Eubank hefur verið sektaður um hundruð þúsund pund fyrir að kasta eggi í Conor Benn á blaðamannafundi í síðasta mánuði.

Eubank og Benn eigast að mætast á Tottenham leikvanginum í næsta mánuði. Á blaðamannafundi 25. febrúar, þar sem bardaginn var kynntur, sauð heldur betur upp úr.

Þegar kapparnir stóðu andspænis hvor öðrum tók Eubank egg úr vasa sínum og kastaði í andlitið á Benn.

„Conor, hvað borðaðir þú mörg egg til að falla á lyfjaprófinu? Skítuga eggjakakan þin,“ sagði Eubank sem fékk hundrað þúsund punda sekt fyrir eggjakastið. Það samsvarar sautján og hálfri milljón íslenskra króna.

Eubank og Benn áttu að mætast í október 2022 en ekkert varð af bardaganum þar sem Benn féll á lyfjaprófi. Hann hélt því þá fram að hann væri saklaus en hefði borðað of mikið af eggjum. Hann neitaði því reyndar seinna að það hafi verið ástæðan.

Sjálfstæð nefnd á vegum WBC (World Boxing Council) komst seinna að þeirri niðurstöðu að Benn hefði ekki vísvitandi notað ólögleg lyf og að orsökin fyrir því að hann féll á lyfjaprófi gæti verið mikil eggjaneysla.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×