Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Árni Sæberg skrifar 14. mars 2025 09:21 Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, fór þess á leit við Vilhjálm Árnason að rannsóknarnefnd Alþingis yrði skipuð vegna byrlunarmálsins svokallaða. Vísir Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. Þetta sagði Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Vilhjálmur segir að Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, hafi afhent honum öll gögn málsins, þar á meðal ítarlega greinargerð og minnisblað um þau gögn sem lögregla hafði undir höndum við rannsókn málsins. Rannsókn sem Vilhjálmur segir ekki hafa verið lokað vegna skorts á líkum á sakfellingu heldur vegna þess að lögreglu hafi ekki tekist að upplýsa málið. Fá starfsmann til að gera útdrátt Vilhjálmur segir þessi gögn innihalda mikið magn viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga og því hafi hann tekið það upp við nefndina hvort hún vildi fá þessi gögn og rannsaka málið nánar eftir atvikum. Nefndin hafi ákveðið að fá starfsmann nefndarinnar til þess að útbúa útdrátt úr gögnunum sem nefndin muni síðan kynna sér. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun hvort og þá hvernig nefndin taki málið fyrir. „Hvort við þyrftum að kalla ráðherra Ríkisútvarpsins til okkar og spyrja út þetta hlutverk [Rúv] og hvort það sé eitthvað í löggjöfinni sem passar ekki upp á réttindi borgarans. Er opinber stofnun að fara út fyrir hlutverk sitt og taka einhverjar ákvarðanir sem þarf að skoða? Það er eitthvað sem við ætlum að ræða en við erum ekki búin að ákveða neitt nákvæmlega. Við getum gert þetta á margan hátt, við getum fengið einhverja gesti og pælt í þessu.“ Langstærsta inngripið að stofna nefnd Vilhjálmur segir að fari svo að nefndin ákveði að taka málið fyrir gæti niðurstaða nefndarinnar orðið ýmiss konar. Niðurstaðan gæti orðið að það sé gloppa í íslenskum lögum og lagt verði til við viðkomandi ráðherra að lögunum yrði breytt. Það sem beiðni Evu sé um sé hins vegar að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé „svo tengd ráðherrunum og ráðherrunum sjálfum.“ Hann segir að sú staðreynd að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag takmarki verulega valdheimildir nefndarinnar og þannig sé „auðvelda leiðin“ til að stíga inn í málið þyrnum stráð. „Þetta er náttúrulega langstærsta inngripið, að skipa rannsóknarnefnd, sem er eiginlega bara mjög sjaldan gert.“ Þar hefur Vilhjálmur lög að mæla enda hafa, samkvæmt vef Alþingis, aðeins fjórar rannsóknarnefndir Alþingis verið stofnaðar síðan lög um þær voru sett árið 2011. Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Tengdar fréttir Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Þetta sagði Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Vilhjálmur segir að Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, hafi afhent honum öll gögn málsins, þar á meðal ítarlega greinargerð og minnisblað um þau gögn sem lögregla hafði undir höndum við rannsókn málsins. Rannsókn sem Vilhjálmur segir ekki hafa verið lokað vegna skorts á líkum á sakfellingu heldur vegna þess að lögreglu hafi ekki tekist að upplýsa málið. Fá starfsmann til að gera útdrátt Vilhjálmur segir þessi gögn innihalda mikið magn viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga og því hafi hann tekið það upp við nefndina hvort hún vildi fá þessi gögn og rannsaka málið nánar eftir atvikum. Nefndin hafi ákveðið að fá starfsmann nefndarinnar til þess að útbúa útdrátt úr gögnunum sem nefndin muni síðan kynna sér. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun hvort og þá hvernig nefndin taki málið fyrir. „Hvort við þyrftum að kalla ráðherra Ríkisútvarpsins til okkar og spyrja út þetta hlutverk [Rúv] og hvort það sé eitthvað í löggjöfinni sem passar ekki upp á réttindi borgarans. Er opinber stofnun að fara út fyrir hlutverk sitt og taka einhverjar ákvarðanir sem þarf að skoða? Það er eitthvað sem við ætlum að ræða en við erum ekki búin að ákveða neitt nákvæmlega. Við getum gert þetta á margan hátt, við getum fengið einhverja gesti og pælt í þessu.“ Langstærsta inngripið að stofna nefnd Vilhjálmur segir að fari svo að nefndin ákveði að taka málið fyrir gæti niðurstaða nefndarinnar orðið ýmiss konar. Niðurstaðan gæti orðið að það sé gloppa í íslenskum lögum og lagt verði til við viðkomandi ráðherra að lögunum yrði breytt. Það sem beiðni Evu sé um sé hins vegar að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé „svo tengd ráðherrunum og ráðherrunum sjálfum.“ Hann segir að sú staðreynd að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag takmarki verulega valdheimildir nefndarinnar og þannig sé „auðvelda leiðin“ til að stíga inn í málið þyrnum stráð. „Þetta er náttúrulega langstærsta inngripið, að skipa rannsóknarnefnd, sem er eiginlega bara mjög sjaldan gert.“ Þar hefur Vilhjálmur lög að mæla enda hafa, samkvæmt vef Alþingis, aðeins fjórar rannsóknarnefndir Alþingis verið stofnaðar síðan lög um þær voru sett árið 2011.
Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Tengdar fréttir Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48