Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2025 17:01 Donni, eða Kristján Örn Kristjánsson, á æfingu landsliðsins í Safamýri í dag. Vísir „Það er langt síðan ég hef verið hérna þannig að það er gott að vera kominn aftur,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sem er mættur aftur í íslenska handboltalandsliðið og skoraði sex mörk gegn Grikkjum í öruggum sigri á miðvikudaginn. Donni er að kynnast nýjum liðsfélögum í landsliðinu enda gríðarlega mikið um forföll vegna meiðsla. Engu að síður vann Ísland lið Grikkja með sannfærandi hætti ytra á miðvikudag og ætlar sér að gera það sama í Laugardalshöll á morgun. Með sigri tryggir Ísland sér formlega farseðilinn á EM í janúar. „Helmingnum af þessum strákum hef ég aldrei spilað með. Þetta er því smá frábrugðið. En það er alltaf eins að ganga inn í landsliðið. Maður þarf bara að vera klár og spila með þeim sem eru að spila hverju sinni,“ segir Donni og tekur undir að það sé krefjandi að fara í leiki með mönnum sem hafi lítið spilað sig saman. „Maður var að efast stundum í leiknum [á miðvikudag], hvernig menn væru að spila. Það spilar auðvitað inn í þegar þú ert ekki búinn að spila hundrað leiki með gæjanum við hliðina á þér. Við getum klárlega spilað okkur betur saman,“ segir Donni sem var annar af markahæstu mönnum íslenska liðsins á miðvikudag. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Donni spenntur fyrir öðrum slag við Grikki „Ég held að það sé klárt hvert mitt hlutverk er í þessu liði. Það er að vera skotógn og mér fannst það ganga vel upp. Um leið og ég fer að skjóta af 9-10 metra færi þá fara varnarmennirnir að koma út í mig og þá opnast fyrir alla aðra. Við þurfum að halda áfram að vinna með það, eins með Þorstein Leó sem þarf að skjóta og opna fyrir hina. Við erum spenntir fyrir morgundeginum og ætlum að spila þetta aðeins öðruvísi en síðast. Vera hnitmiðaðri. Við ætlum ekki að breyta neinum kerfum. Bara vera ákveðnari í því sem við gerum; Hérna ætla ég að sýna skotógn, ekki hérna, og svo framvegis. Vonandi verðum við betur samstilltir á morgun,“ segir Donni. Hann snýr nú aftur í hópinn hjá Snorra Steini Guðjónssyni, með Ómar Inga Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teit Örn Einarsson alla utan hóps vegna meiðsla. „Það hefur ekki verið mikið spjall á milli okkar. Hann [Snorri] hefur valið sína menn í síðustu verkefni. Ég er búinn að vera á uppleið með öxlina og fannst fínt að fá smá pásu til að geta einbeitt mér að öxlinni og að vera heill þegar ég kæmi næst inn í liðið. Það er bara búið að vera fínt,“ segir Donni en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Donni er að kynnast nýjum liðsfélögum í landsliðinu enda gríðarlega mikið um forföll vegna meiðsla. Engu að síður vann Ísland lið Grikkja með sannfærandi hætti ytra á miðvikudag og ætlar sér að gera það sama í Laugardalshöll á morgun. Með sigri tryggir Ísland sér formlega farseðilinn á EM í janúar. „Helmingnum af þessum strákum hef ég aldrei spilað með. Þetta er því smá frábrugðið. En það er alltaf eins að ganga inn í landsliðið. Maður þarf bara að vera klár og spila með þeim sem eru að spila hverju sinni,“ segir Donni og tekur undir að það sé krefjandi að fara í leiki með mönnum sem hafi lítið spilað sig saman. „Maður var að efast stundum í leiknum [á miðvikudag], hvernig menn væru að spila. Það spilar auðvitað inn í þegar þú ert ekki búinn að spila hundrað leiki með gæjanum við hliðina á þér. Við getum klárlega spilað okkur betur saman,“ segir Donni sem var annar af markahæstu mönnum íslenska liðsins á miðvikudag. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Donni spenntur fyrir öðrum slag við Grikki „Ég held að það sé klárt hvert mitt hlutverk er í þessu liði. Það er að vera skotógn og mér fannst það ganga vel upp. Um leið og ég fer að skjóta af 9-10 metra færi þá fara varnarmennirnir að koma út í mig og þá opnast fyrir alla aðra. Við þurfum að halda áfram að vinna með það, eins með Þorstein Leó sem þarf að skjóta og opna fyrir hina. Við erum spenntir fyrir morgundeginum og ætlum að spila þetta aðeins öðruvísi en síðast. Vera hnitmiðaðri. Við ætlum ekki að breyta neinum kerfum. Bara vera ákveðnari í því sem við gerum; Hérna ætla ég að sýna skotógn, ekki hérna, og svo framvegis. Vonandi verðum við betur samstilltir á morgun,“ segir Donni. Hann snýr nú aftur í hópinn hjá Snorra Steini Guðjónssyni, með Ómar Inga Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teit Örn Einarsson alla utan hóps vegna meiðsla. „Það hefur ekki verið mikið spjall á milli okkar. Hann [Snorri] hefur valið sína menn í síðustu verkefni. Ég er búinn að vera á uppleið með öxlina og fannst fínt að fá smá pásu til að geta einbeitt mér að öxlinni og að vera heill þegar ég kæmi næst inn í liðið. Það er bara búið að vera fínt,“ segir Donni en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita