Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2025 14:05 Um 200 skemmtiferðaskip komu á Ísafjörð sumarið 2024 en þau verða aðeins um 100 í sumar vegna nýja innviðagjaldsins á farþega. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar. Innviðafélag Vestfjarða, sem er félag öflugra fyrirtækja á Vestfjörðum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af mikilli fækkun skemmtiferðaskipa á Ísafirði og næsta nágrenni í sumar er lýst en félagið segir að nýtt innviðagjald, sett á með skömmum fyrirvara og án fullnægjandi samráðs hafi skapað óvissu og leitt til verulegrar fækkunar skipakoma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði er talsmaður félagsins. „Hér voru um 200 skipakomur í fyrra en nú eru að koma um 100 áætlað í sumar. Á Patreksfirði voru 30 í fyrra en þau verða 8 núna í ár. Þetta mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif á bæina hérna núna í sumar,” segir Guðmundur. Hann segir mikil umsvif tengd skipakomunum á svæðunum, sem felist í allskonar þjónustu, sem heimamenn sinna. „Það eru rútuferðir, gönguferðir, það eru skoðunarferðir hér með bátum. Það eru 20 rútur, sem koma og eru að þjónusta skipin og svo náttúrulega eru skipin að borga hafnargjöld líka og eru að kaupa gríðarlega mikið af þjónustu. Það eru líklega um 200 manns, sem tengjast skipakomunum hér þegar skipin eru til dæmis hér á Ísafirði,” segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði, sem er talsmaður Innviðafélags Vestfjarða.Aðsend „Við sjáum til dæmis ef þetta er 10 daga sigling með kannski þúsund manns. Þá er það þúsund sinnum 10 dagar sinnum 2.500 krónur. Þetta verður bara til þess að kostnaður við siglinguna eykst því ekki taka skipafélögin þetta á sig,” segir Guðmundur enn fremur. „Ég bara skora á stjórnvöld að vera yfirveguð og greina hlutina áður en svona stórvægilegar ákvarðanir eru teknar,” segir Guðmundur að lokum. Fjölmörg störf skapst í kringum skemmtaferðaskipin á Vestfjörðum og því þykir heimamönnum súrt hvað skipunum er að fækka mikið.Aðsend Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Innviðafélag Vestfjarða, sem er félag öflugra fyrirtækja á Vestfjörðum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af mikilli fækkun skemmtiferðaskipa á Ísafirði og næsta nágrenni í sumar er lýst en félagið segir að nýtt innviðagjald, sett á með skömmum fyrirvara og án fullnægjandi samráðs hafi skapað óvissu og leitt til verulegrar fækkunar skipakoma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði er talsmaður félagsins. „Hér voru um 200 skipakomur í fyrra en nú eru að koma um 100 áætlað í sumar. Á Patreksfirði voru 30 í fyrra en þau verða 8 núna í ár. Þetta mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif á bæina hérna núna í sumar,” segir Guðmundur. Hann segir mikil umsvif tengd skipakomunum á svæðunum, sem felist í allskonar þjónustu, sem heimamenn sinna. „Það eru rútuferðir, gönguferðir, það eru skoðunarferðir hér með bátum. Það eru 20 rútur, sem koma og eru að þjónusta skipin og svo náttúrulega eru skipin að borga hafnargjöld líka og eru að kaupa gríðarlega mikið af þjónustu. Það eru líklega um 200 manns, sem tengjast skipakomunum hér þegar skipin eru til dæmis hér á Ísafirði,” segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði, sem er talsmaður Innviðafélags Vestfjarða.Aðsend „Við sjáum til dæmis ef þetta er 10 daga sigling með kannski þúsund manns. Þá er það þúsund sinnum 10 dagar sinnum 2.500 krónur. Þetta verður bara til þess að kostnaður við siglinguna eykst því ekki taka skipafélögin þetta á sig,” segir Guðmundur enn fremur. „Ég bara skora á stjórnvöld að vera yfirveguð og greina hlutina áður en svona stórvægilegar ákvarðanir eru teknar,” segir Guðmundur að lokum. Fjölmörg störf skapst í kringum skemmtaferðaskipin á Vestfjörðum og því þykir heimamönnum súrt hvað skipunum er að fækka mikið.Aðsend
Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira