Georgía og Bosnía leika í riðli 3, ásamt Grikkjum og Íslendingum. Georgíumenn unnu sinn fyrsta sigur í riðlinum er liðið lagði Bosníu á heimavelli síðastliðinn fimmtudag.
Fyrir leik kvöldsins voru Georgía, Bosnía og Grikkland öll jöfn að stigum með tvö stig hvert. Það stefnir því í harða baráttu um hvaða lið fylgir Íslandi á EM.
Georgíumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu Bosníu annan leikinn í röð í kvöld. Lokatölur 20-22, og Georgía situr því í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, tveimur stigum meira en Bosnía og Grikkland, en fjórum stigum minna en Ísland sem nú þegar hefur tryggt sér sæti á EM.