Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 07:46 Sigmar segir Vilhjálm hafa talað ógætilega um málið. Það tíðkast ekki í alvöru lýðræðisríkjum að stjórnmálamenn „rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð“. Þetta segir Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og þingmaður Viðreisnar, í aðsendri grein á Vísi undir fyrirsögninni „Við erum ekki Rússland“. Tilefni skrifanna er möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á „byrlunarmálinu“ svokallaða og ákall eftir því að málið verði rannsakað af sérstakri þingnefnd. Sigmar segir afar fátítt að sérstök rannsóknarnefnd sé skipuð til að fara ofan í mál og óhætt sé að fullyrða að í þeim tilvikum, sem séu fimm talsins, hafi verið um stærri samfélagslegri hagsmuni að ræða en séu undir í byrlunarmálinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þurfi að vanda sig. „Samkvæmt lögum þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að fara í talsverða undirbúningsvinnu til að ákveða hvort stofna skuli rannsóknarnefndina og vandséð er að það verði gert öðru vísi en með því að kalla fjölmiðlana ásamt fleiri gestum fyrir þingnefndina,“ segir Sigmar. Í umræddu máli verði um að ræða pólitíska ákvörðun að láta rannsaka tilteknar fréttir, vinnubrögð, samstarf og notkun fjölmiðla á gögnum og heimildum, og samskipti þeirra við heimildarmenn. „Í því ljósi vona ég að nefndin hafi í huga að það er ástæða fyrir því í lýðræðisríkjum að reynt er að koma upp eldveggjum á milli fjölmiðla og stjórnmála. Fjölmiðlar njóta sérstakrar verndar í lögum og það er ástæða fyrir því. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og óháðir stjórnvöldum.“ Lögregla hafi nú þegar rannsakað málið, um langt skeið. „Stjórnmálamenn eiga ekki að taka sér það vald að véfengja niðurstöðu margra ára lögreglurannsóknar eða taka undir fabúleringar um mögulega sekt þeirra sem hreinsaðir hafa verið í slíkri rannsókn. Þessum orðum beini ég sérstaklega til formanns nefndarinnar sem talað hefur ógætilega um þetta í fjölmiðlaviðtölum að mínu mati,“ segir Sigmar og vísar þar til Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Við erum ekki Rússland. Ég vona að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafi þetta allt í huga og stígi varlega til jarðar.“ Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Þetta segir Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og þingmaður Viðreisnar, í aðsendri grein á Vísi undir fyrirsögninni „Við erum ekki Rússland“. Tilefni skrifanna er möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á „byrlunarmálinu“ svokallaða og ákall eftir því að málið verði rannsakað af sérstakri þingnefnd. Sigmar segir afar fátítt að sérstök rannsóknarnefnd sé skipuð til að fara ofan í mál og óhætt sé að fullyrða að í þeim tilvikum, sem séu fimm talsins, hafi verið um stærri samfélagslegri hagsmuni að ræða en séu undir í byrlunarmálinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þurfi að vanda sig. „Samkvæmt lögum þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að fara í talsverða undirbúningsvinnu til að ákveða hvort stofna skuli rannsóknarnefndina og vandséð er að það verði gert öðru vísi en með því að kalla fjölmiðlana ásamt fleiri gestum fyrir þingnefndina,“ segir Sigmar. Í umræddu máli verði um að ræða pólitíska ákvörðun að láta rannsaka tilteknar fréttir, vinnubrögð, samstarf og notkun fjölmiðla á gögnum og heimildum, og samskipti þeirra við heimildarmenn. „Í því ljósi vona ég að nefndin hafi í huga að það er ástæða fyrir því í lýðræðisríkjum að reynt er að koma upp eldveggjum á milli fjölmiðla og stjórnmála. Fjölmiðlar njóta sérstakrar verndar í lögum og það er ástæða fyrir því. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og óháðir stjórnvöldum.“ Lögregla hafi nú þegar rannsakað málið, um langt skeið. „Stjórnmálamenn eiga ekki að taka sér það vald að véfengja niðurstöðu margra ára lögreglurannsóknar eða taka undir fabúleringar um mögulega sekt þeirra sem hreinsaðir hafa verið í slíkri rannsókn. Þessum orðum beini ég sérstaklega til formanns nefndarinnar sem talað hefur ógætilega um þetta í fjölmiðlaviðtölum að mínu mati,“ segir Sigmar og vísar þar til Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Við erum ekki Rússland. Ég vona að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafi þetta allt í huga og stígi varlega til jarðar.“
Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira