Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 13:02 Emil Nielsen kastar sér á eftir boltanum á Ólympíuleikunum í París í fyrra, þar sem Danir unnu gull. AP/Aaron Favila Kosning stendur yfir á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, um besta handboltafólk ársins 2024. Danir furða sig á því að markvörðurinn magnaði Emil Nielsen skuli ekki vera tilnefndur og kenna pólitík um. Nielsen var stórkostlegur á síðasta ári og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Ólympíuleikana með danska landsliðinu. Þá var hann í liði Dana sem vann silfur á EM í fyrra og fór á kostum á HM í janúar síðastliðnum en það mót gildir hins vegar ekki í kosningunni nú því aðeins er horft til afreka ársins 2024. Danir eiga einn fulltrúa á meðal þeirra þriggja sem tilnefndir eru sem besti handboltakarl ársins en það er auðvitað örvhenta skyttan Mathias Gidsel. Hinir eru Spánverjinn Alex Dujshebaev og þýski markvörðurinn Andreas Wolff. Emil Nielsen vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þetta er sérfræðingurinn og Íslandsvinurinn Bent Nyegaard. „Þetta meikar ekkert sens. Gidsel er augljóslega þarna og ég skil pólitíkina í því að tilnefna ekki þrjá Dani en nú er staðan samt þannig að Danmörk er langt á undan öðrum þjóðum,“ sagði Nyegaard við TV 2. Landsliðsmaðurinn Lukas Jörgensen hefur nú tekið undir í samtali við Ekstra Bladet: „Ég botna ekki heldur í þessu. Mér finnst það mjög merkilegt að Emil sé ekki þarna,“ sagði Jörgensen. Landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur einnig tekið í sama streng en telur næsta víst að Gidsel verði fyrir valinu: „Ég verð mjög hissa ef hann vinnur ekki. Mér finnst hann hafa verið í sérklassa. Svo má alveg ræða það hvort það ættu ekki að vera einn eða tveir Danir með honum á listanum. Það er ákveðin pólitík í þessu,“ sagði Jacobsen. Þó ber að geta þess að á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem handboltakona ársins eru tvær úr Ólympíu- og Evrópumeistaraliði Noregs frá síðasta ári. Henny Reistad, Kari Brattset Dale og hin franska Estelle Nze Minko eru tilnefndar þar. Það er hins vegar ljóst að Jacobsen og fleiri hefðu viljað sjá Nielsen og jafnvel Simon Pytlick á meðal hinna þriggja sem tilnefndir voru karlamegin. „Það væri líka of mikið að hafa þrjá Dani til að velja á milli en nú verður þetta að hafa sinn gang. En ég held að enginn hefði hrist hausinn þó að annar þeirra [Nielsen og Pytlick] hefði líka fengið tilnefningu,“ sagði Jacobsen. Hægt er að kjósa um besta handboltafólkið á heimasíðu IHF. Kosningunni lýkur næsta mánudag. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira
Nielsen var stórkostlegur á síðasta ári og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Ólympíuleikana með danska landsliðinu. Þá var hann í liði Dana sem vann silfur á EM í fyrra og fór á kostum á HM í janúar síðastliðnum en það mót gildir hins vegar ekki í kosningunni nú því aðeins er horft til afreka ársins 2024. Danir eiga einn fulltrúa á meðal þeirra þriggja sem tilnefndir eru sem besti handboltakarl ársins en það er auðvitað örvhenta skyttan Mathias Gidsel. Hinir eru Spánverjinn Alex Dujshebaev og þýski markvörðurinn Andreas Wolff. Emil Nielsen vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þetta er sérfræðingurinn og Íslandsvinurinn Bent Nyegaard. „Þetta meikar ekkert sens. Gidsel er augljóslega þarna og ég skil pólitíkina í því að tilnefna ekki þrjá Dani en nú er staðan samt þannig að Danmörk er langt á undan öðrum þjóðum,“ sagði Nyegaard við TV 2. Landsliðsmaðurinn Lukas Jörgensen hefur nú tekið undir í samtali við Ekstra Bladet: „Ég botna ekki heldur í þessu. Mér finnst það mjög merkilegt að Emil sé ekki þarna,“ sagði Jörgensen. Landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur einnig tekið í sama streng en telur næsta víst að Gidsel verði fyrir valinu: „Ég verð mjög hissa ef hann vinnur ekki. Mér finnst hann hafa verið í sérklassa. Svo má alveg ræða það hvort það ættu ekki að vera einn eða tveir Danir með honum á listanum. Það er ákveðin pólitík í þessu,“ sagði Jacobsen. Þó ber að geta þess að á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem handboltakona ársins eru tvær úr Ólympíu- og Evrópumeistaraliði Noregs frá síðasta ári. Henny Reistad, Kari Brattset Dale og hin franska Estelle Nze Minko eru tilnefndar þar. Það er hins vegar ljóst að Jacobsen og fleiri hefðu viljað sjá Nielsen og jafnvel Simon Pytlick á meðal hinna þriggja sem tilnefndir voru karlamegin. „Það væri líka of mikið að hafa þrjá Dani til að velja á milli en nú verður þetta að hafa sinn gang. En ég held að enginn hefði hrist hausinn þó að annar þeirra [Nielsen og Pytlick] hefði líka fengið tilnefningu,“ sagði Jacobsen. Hægt er að kjósa um besta handboltafólkið á heimasíðu IHF. Kosningunni lýkur næsta mánudag.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira