Ekkert lát var á árásum Rússa í gærkvöldi og í nótt þrátt fyrir fögur fyrirheit Pútíns Rússlandsforseta á fundi sínum með Trump Bandaríkjaforseta í gær.
Þá verður rætt við Seðlabankastjóra um vaxtalækkunina sem tilkynnt var um í morgun en hann bendir á að stýrivextir séu enn mjög háir.
Og við ræðum við Grindvíking sem segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með þær breytingar sem ríkisstjórnin hyggst gera á stuðningi við bæjarbúa.
Og í íþróttunum er fjallað um bikartitil kvenna í körfuboltanum og þá kemur í ljós í kvöld hvernig úrslitaleikurinn karlameginn mun líta út.