Viðskipti innlent

Sam­eina úti­bú TM og Lands­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Sameiginlegt útibú Landsbankans og TM í Reykjanesbæ verður við Krossmóa 4a.
Sameiginlegt útibú Landsbankans og TM í Reykjanesbæ verður við Krossmóa 4a. KSK eignir

Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast á mánudaginn næsta.

Frá þessu segir í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar kemur fram að viðskiptavinir geti sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.

Kvika banki og Landsbankinn gengu frá kaupum Landsbankans á 100 prósentum hlutafjár TM trygginga hf. Í lok síðasta mánaðar. Afhending á tryggingafélaginu fór fram samhliða því og greiddi Landsbankinn Kviku banka umsamið kaupverð við afhendingu. Með kaupverðsaðlögun nemur verðið 32,3 milljörðum króna en gæti enn tekið breytingum.

Í tilkynningunni frá Landsbankanum segir að í sameinuðum útibúum vinni starfsfólk TM og Landsbankans hlið við hlið.

„Útibúin eru opin frá klukkan 10 til 16 alla virka daga.

  • Útibú Landsbankans og TM á Akureyri er við Hofsbót 2.
  • Útibú Landsbankans og TM í Reykjanesbæ er við Krossmóa 4a.
  • Útibú Landsbankans og TM í Vestmannaeyjum er við Bárustíg 15.

Þá er gert ráð fyrir að í maí flytji höfuðstöðvar TM úr Höfðatorgi í Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur og mun starfsfólkið nýta mötuneyti og ýmsa sameiginlega aðstöðu í Reykjastræti 6 með starfsfólki Landsbankans,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna

Kvika banki og Landsbankinn gengu í dag frá kaupum Landsbankans á 100 prósentum hlutafjár TM trygginga hf. Afhending á tryggingafélaginu fór fram samhliða því og greiddi Landsbankinn Kviku banka umsamið kaupverð við afhendingu. Með kaupverðsaðlögun nemur verðið 32,3 milljörðum króna en gæti enn tekið breytingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×