„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2025 21:01 Sverrir segir frammistöðu mikilvægari en sigur í einvíginu. stöð 2 sport Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu. Klippa: Sverrir Ingi á æfingasvæði Íslands „Menn eru bara að ná sér eftir leikinn og ferðalagið, auðvitað var þetta mikið ferðalag í nótt en að fínt að vera kominn snemma í morgun og geta nýtt daginn í endurheimt og meðhöndlanir. Við erum bara á fínum stað, í toppaðstæðum og ekki yfir neinu að kvarta“ sagði Sverrir í spænsku sólinni á æfingasvæðinu La Finca. „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Þrátt fyrir tapið í gær var Sverrir sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í leiknum. „Sérstaklega þegar við lítum á hlutina sem þjálfarinn lagði upp með fyrir leikinn, við verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga til að kynnast því hvernig hann vill að liðið spili… Það er alveg eðlilegt að fullt af hlutum gangi upp og aðrir hlutir gangi ekki nógu vel upp“ segir Sverrir sem var á leiðinni á liðsfund til að fara betur yfir atriðin sem þarf að laga fyrir seinni leikinn. Vill frekar frammistöðu en sigur „Auðvitað er það eitthvað sem við viljum gera en við verðum líka að horfa aðeins lengra en bara á þessa leiki. Við erum að koma í fyrsta skipti saman sem hópur með þessum þjálfara. Hann leggur miklar kröfur á okkur bæði sóknarlega og varnarlega og það er eðlilegt að það muni taka lengri tíma“ sagði Sverrir og talaði um að næstu fjórir leikir Íslands verði notaðir til að fínslípa liðið fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Það væru „stóru verðlaunin.“ „[Arnar] sagði við okkur að hann vill frekar að við reynum að gera hlutina rétt og reynum að gera það sem við viljum gera. Frekar en að grísa á einhverja sigra hér og þar á meðan.“ Hundrað leikja maður mættur í hópinn Ísland slapp út úr leiknum í gærkvöldi án þess að missa menn í meiðsli eða leikbönn. Jóhann Berg Guðmundsson bættist svo í hópinn og tók þátt á æfingu í dag. „Það gefur okkur mikið. Hann er að fara að spila sinn hundraðasta landsleik þannig að hann veit nákvæmlega hvað þetta snýst um. Frábært að hann sé orðinn heill heilsu og getur hjálpað okkur mikið“ sagði Sverrir um komu Jóhanns. Lyfjaprófaður í sífellu Sverrir er grunsamlegur maður, að mati eftirlitsaðila alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir leikinn í gær. Eftir því sem maður heyrir er það að gerast ansi oft, það hlýtur að vera pirrandi? „Já, þetta er eitthvað sem þú nennir ekki að standa eftir leik eins og í gær. Þar sem þú þarft að drífa þig út á flugvöll og ferðalag. Það er bara af þessu, en ég hef síðustu misseri með landsliðinu verið tekinn grunsamlega oft, þannig að ég veit ekki hvort þeir séu á eftir mér eða eitthvað“ sagði Sverrir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna efst í fréttinni. Seinni leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Klippa: Sverrir Ingi á æfingasvæði Íslands „Menn eru bara að ná sér eftir leikinn og ferðalagið, auðvitað var þetta mikið ferðalag í nótt en að fínt að vera kominn snemma í morgun og geta nýtt daginn í endurheimt og meðhöndlanir. Við erum bara á fínum stað, í toppaðstæðum og ekki yfir neinu að kvarta“ sagði Sverrir í spænsku sólinni á æfingasvæðinu La Finca. „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Þrátt fyrir tapið í gær var Sverrir sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í leiknum. „Sérstaklega þegar við lítum á hlutina sem þjálfarinn lagði upp með fyrir leikinn, við verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga til að kynnast því hvernig hann vill að liðið spili… Það er alveg eðlilegt að fullt af hlutum gangi upp og aðrir hlutir gangi ekki nógu vel upp“ segir Sverrir sem var á leiðinni á liðsfund til að fara betur yfir atriðin sem þarf að laga fyrir seinni leikinn. Vill frekar frammistöðu en sigur „Auðvitað er það eitthvað sem við viljum gera en við verðum líka að horfa aðeins lengra en bara á þessa leiki. Við erum að koma í fyrsta skipti saman sem hópur með þessum þjálfara. Hann leggur miklar kröfur á okkur bæði sóknarlega og varnarlega og það er eðlilegt að það muni taka lengri tíma“ sagði Sverrir og talaði um að næstu fjórir leikir Íslands verði notaðir til að fínslípa liðið fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Það væru „stóru verðlaunin.“ „[Arnar] sagði við okkur að hann vill frekar að við reynum að gera hlutina rétt og reynum að gera það sem við viljum gera. Frekar en að grísa á einhverja sigra hér og þar á meðan.“ Hundrað leikja maður mættur í hópinn Ísland slapp út úr leiknum í gærkvöldi án þess að missa menn í meiðsli eða leikbönn. Jóhann Berg Guðmundsson bættist svo í hópinn og tók þátt á æfingu í dag. „Það gefur okkur mikið. Hann er að fara að spila sinn hundraðasta landsleik þannig að hann veit nákvæmlega hvað þetta snýst um. Frábært að hann sé orðinn heill heilsu og getur hjálpað okkur mikið“ sagði Sverrir um komu Jóhanns. Lyfjaprófaður í sífellu Sverrir er grunsamlegur maður, að mati eftirlitsaðila alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir leikinn í gær. Eftir því sem maður heyrir er það að gerast ansi oft, það hlýtur að vera pirrandi? „Já, þetta er eitthvað sem þú nennir ekki að standa eftir leik eins og í gær. Þar sem þú þarft að drífa þig út á flugvöll og ferðalag. Það er bara af þessu, en ég hef síðustu misseri með landsliðinu verið tekinn grunsamlega oft, þannig að ég veit ekki hvort þeir séu á eftir mér eða eitthvað“ sagði Sverrir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna efst í fréttinni. Seinni leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira