Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2025 21:24 Frans páfi hefur verið á spítala frá 14. febrúar og var þar á tímabili í bráðri lífshættu. AP/Andrew Medichini Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. Hinn 88 ára Frans var lagður inn á Gemelli-spítala þann 14. febrúar síðastliðinn vegna alvarlegrar öndunarfærasýkingar sem leiddi til lungnabólgu í báðum lungum hans. Dr. Sergio Alfieri, einn lækna páfans, sagði við BBC að páfinn hafi tvisvar verið í bráðri lífshættur á síðustu fimm vikum. Hins vegar hafi ekki þurft að barkaþræða hann og var hann allan tímann árvakur að sögn Alfieri. Frans er þó ekki alveg heill heilsu en er í stöðugu ásigkomulagi og laus við lungnabólguna. Endurhæfing og hvíld framundan Páfinn mun fara með blessunarorð úr glugga sínum á spítalanum á morgun en það verður í fyrsta skipti sem hann sést meðal almennings frá því hann var lagður inn. Sjúklingar með lungnabólgu í báðum lungum missa röddina að sögn Alfieri og mun það taka einhvern tíma fyrir hana að ná fyrri styrk. Kardinálinn Victor Fernandez sagði við Reuters í gær að súrefni úr öndunarvélum þurrki fólk og að páfinn muni þess vegna þurfa að læra að tala upp á nýtt. Páfagarður greindi frá því í gær að öndun páfans og hreyfigeta væri orðin betri. Hann þyrfti ekki lengur á öndunarvél að halda á næturnar og fengi í staðinn súrefni með slöngu gegnum nefnið. Páfagarður Ítalía Trúmál Tengdar fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34 Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41 Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Hinn 88 ára Frans var lagður inn á Gemelli-spítala þann 14. febrúar síðastliðinn vegna alvarlegrar öndunarfærasýkingar sem leiddi til lungnabólgu í báðum lungum hans. Dr. Sergio Alfieri, einn lækna páfans, sagði við BBC að páfinn hafi tvisvar verið í bráðri lífshættur á síðustu fimm vikum. Hins vegar hafi ekki þurft að barkaþræða hann og var hann allan tímann árvakur að sögn Alfieri. Frans er þó ekki alveg heill heilsu en er í stöðugu ásigkomulagi og laus við lungnabólguna. Endurhæfing og hvíld framundan Páfinn mun fara með blessunarorð úr glugga sínum á spítalanum á morgun en það verður í fyrsta skipti sem hann sést meðal almennings frá því hann var lagður inn. Sjúklingar með lungnabólgu í báðum lungum missa röddina að sögn Alfieri og mun það taka einhvern tíma fyrir hana að ná fyrri styrk. Kardinálinn Victor Fernandez sagði við Reuters í gær að súrefni úr öndunarvélum þurrki fólk og að páfinn muni þess vegna þurfa að læra að tala upp á nýtt. Páfagarður greindi frá því í gær að öndun páfans og hreyfigeta væri orðin betri. Hann þyrfti ekki lengur á öndunarvél að halda á næturnar og fengi í staðinn súrefni með slöngu gegnum nefnið.
Páfagarður Ítalía Trúmál Tengdar fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34 Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41 Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34
Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41
Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05