Berlínarbúar voru undir eiginlega allan leikinn en börðust til baka í fjórða leikhluta, tóku forystuna og leiddu með sjö stigum þegar tæpar tvær mínútur voru eftir.
Þá tók hins vegar við skelfilegur kafli sem Malte Delow bar mesta ábyrgð á. Hann tapaði boltanum, klikkaði undir körfunni og lét verja frá sér skot. Berlínarbúar skoruðu ekki stig það sem eftir lifði leiks.
Wurzburg gerði hins vegar vel, minnkaði muninn í eitt stig og setti síðan þrist þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Alba fékk þá tækifæri til að setja þriggja stiga sigurskot, en missti boltann aftur. Wurzburg fór svo á vítalínuna og kláraði leikinn, 80-84 að endingu.
Alba hefur unnið og tapað jafnmörgum leikjum þegar 22 umferðir af 34 eru búnar, liðið situr í níunda sæti deildarinnar.
Martin endaði leikinn með tíu stoðsendingar og þrjú stig. Jhivvan Jackson í liði Wurzburg var lang stigahæstur með 39 stig.
Tryggvi og félagar báru sigur úr býtum

Miðherjinn Tryggvi Hlinason var í byrjunarliði Bilbao, sem vann 91-88 gegn Granada í 23. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.
Bilbao situr í þrettánda sæti af átján eftir 24 umferðir spilaðar.